Erlent

Söguleg viðgerð

Geimfarinn Steve Robinson mun í kvöld fara í viðgerðarleiðangur sem ekki á sér fordæmi. Robinson verður sendur með vélrænum armi undir geimferjuna Discovery, þar sem hann mun freista þess að fjarlægja tvö stykki sem skaga fram úr hitahlíf á skrokki ferjunnar. Geimfari hefur aldrei áður verið sendur undir geimferju með þessum hætti. Robinson segir að viðgerðin ætti ekki að reynast erfið, en viðurkennir þó að auðvitað sé alltaf áhætta að fara út úr geimfari á ferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×