Erlent

Þota með 200 manns fórst í lendingu í Toronto

Þota með um 200 manns innanborðs fórst í lendingu á flugvellinum í Toronto í Kanada í kvöld. Sjónarvottar sögðu vélina hafa runnið út af flugbrautinni eftir lendingu, þar hafi skrokkurinn brotnað og mikill eldur gosið upp. Vélin sem var af gerðinni Airbus 340 var í eigu Air France og var að koma frá París. Slæmt veður var þegar slysið varð, úrhellisrigning og þrumuveður. Ekki hafa fengist fregnir af manntjóni en flugstjóri og flugmaður þotunnar voru sagðir hafa komist út úr brennandi flakinu. Þá sögðust sjónarvottar hafa séð farþega klifra út úr flaki vélarinnar. Kanadísk útvarpsstöð fullyrti að flestir farþeganna hefðu bjargast úr flakinu en það eru óstaðfestar fréttir. Slysið varð við hraðbraut 401 sem er ein fjölfarnasta hraðbrautin við Toronto. Að sögn kanadískra fjölmiðla hafði flugvellinum í Toronto að mestu verið lokað vegna veðurs skömmu áður en slysið varð.
MYND/AP
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×