Innlent

Ólöglegar veiðar

Tveir línubátar voru staðnir að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum aðfaranótt þriðjudags. Bátarnir voru að veiða sitt í hvoru lagi á lokuðu hólfi sem er að sögn Dagmar Sigurðardóttur lögfræðings Landhelgisgæslunnar brot á reglugerð um friðunarsvæði við Ísland, nr 809 frá árinu 2002. Bátarnir veiddu á línu þorsk, ýsu og steinbít og vó afli annars fjögur og hálft tonn. Varðskip Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á svæðinu og óskaði eftir því að lögreglan á Blönduósi tæki á móti bátunum í höfninni. Lögreglan tók skýrslur af skipstjórunum í gær en skipverjarnir töldu sig vera að veiða á löglegu svæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×