Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. 15.10.2025 21:11
Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 15.10.2025 20:18
Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. 15.10.2025 18:33
Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur forspárgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti hann haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bíllalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. 15.10.2025 18:13
Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins viðraði þá hugmynd á Alþingi í dag að Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis beiti sér fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hlyti friðarverðlaun Nóbels á næsta ári. 15.10.2025 16:59
Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Karlmaður á níræðisaldri með skammtímaminnisskerðingu hefur verið sviptur fjárræði í þrjú ár eftir að í ljós kom að hann hafði fjármagnað bílakaup vinkonu sinnar og svipt son sinn umboði til að aðstoða hann með fjármálin sín. 15.10.2025 16:31
Tuttugu stig á nokkrum stöðum Hitatölur náðu tuttugu stigum á nokkrum stöðum á Austurlandi í dag. Átta ár eru síðan hiti mældist rauf tuttugu gráða múrinn í október. 12.10.2025 16:44
„Ég hef aldrei skorast undan neinu“ „Ég mun fylkja mér bak við nýjan varaformann. Við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi verður þetta besta leiðin til þess,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir sem laut í lægra haldi gegn Snorra Mássyni í varaformannskjöri á landsþingi Miðflokksins í dag. 12.10.2025 15:48
Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Flutningabílum hlöðnum hjálpargögnum var ekið inn í Gasa snemma í morgun. Ísraelsher segir fimm hundruð slíka bíla hafa farið yfir egypsku landamærin í dag en hjálparsamtök kalla eftir mun meiri aðstoð. 12.10.2025 15:12
Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Hópur næringarfræðinga gagnrýnir markaðssetningu steinefnadrykkja sem ætlaðir eru börnum. Hann segir frá rangfærslum um sætuefni og næringargildi í markaðssetningu slíks drykkjar og hvetur foreldra til að láta markaðsöfl ekki afvegaleiða sig. 12.10.2025 13:51