Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. 12.10.2025 13:03
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. 11.10.2025 17:04
Bergþór dregur framboðið til baka Bergþór Ólason hefur dregið framboð sitt til varaformanns Miðflokksins til baka. Hann segir tímabært að fá nýtt fólk að forystusveitinni. 11.10.2025 16:20
Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Vilhjálmur Árnason varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokar ekki framboð í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ næsta vor. Hann segir marga hafa komið að máli við sig að undanförnu. 11.10.2025 14:09
Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton um helgina. Þingið nær hápunkti á sunnudag þegar kjörið verður í embætti flokksins, en þrír eru í varaformannsframboði. 11.10.2025 12:47
Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Átján er saknað eftir að sprenging varð í hergagnaverksmiðju skammt frá Nashville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gær. 11.10.2025 12:28
Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 11.10.2025 11:44
Magga Stína komin til Amsterdam Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, lenti í Amsterdam seint í gærkvöldi eftir að hún var látin laus úr haldi Ísraela. Fyrr í vikunni var hún handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotans við tilraun til þess að koma hjálpargögnum á Gasa. 11.10.2025 10:11
Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hávaðasamt unglingasamkvæmi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um þrjá vini var að ræða sem sögðust tapsárir vegna taps fótboltalandsliðsins gegn Úkraínu. 11.10.2025 09:44
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9.10.2025 22:00