Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sex voru handteknir og hald lagt á umtalsvert magn af fíkniefnum, vopnum og fjármunum í lögregluaðgerðum á Akureyri um helgina. Ráðist var í aðgerðirnar í leit að vopni sem grunur er um að notað hafi verið til að beita hótunum, en ráðist var í húsleit og handtökur á fjórum stöðum og eru tveir enn í varðhaldi. Rannsókn málsins beinist þó einkum að fjórum einstaklingum, þar af tveir undir átján ára aldri, eru til rannsóknar. Þá voru fjórir handteknir í sama lögregluumdæmi í tengslum við innbrot og þjófnað. 19.1.2026 13:04
Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Norski tónlistarmaðurinn Alexander Rybak verður meðal þátttakenda í norsku söngvakeppninni Melodi Grand Prix, undankeppni Norðmanna fyrir Eurovision sem fer fram í Austurríki í vor. Þannig leitast Rybak við að verða fulltrúi Noregs í þriðja sinn, en sautján ár eru síðan hann vann Eurovision með nokkrum yfirburðum árið 2009, þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti fyrir Ísland. Önnur þekkt norsk hljómsveit hefur hin vegar dregið sig úr undankeppninni bandið vill ekki stíga á svið samhliða fulltrúa Ísraels. 19.1.2026 11:59
Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla. 19.1.2026 09:11
Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Gert er ráð fyrir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en hún er fyrir árin 2026 til 2040 og henni fylgir einnig fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. 19.1.2026 07:30
Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Akranesbær hefur gengið frá sölu á gamla Landsbankahúsinu á Akranesi sem stefnt er að því að fái nýtt hlutverk. Söluverðið er sjötíu milljónir en það er fyrirtækið Hraun fasteignafélag ehf. sem er kaupandi en ætlunin er að opna hótel og veitingastað í húsinu eftir að það hefur verið gert upp. Þó er lagt upp með að húsið haldi upprunalegum stíl og einkennum sínum eins og kostur er. 16.1.2026 10:17
Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár. 16.1.2026 08:54
Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir misnotkun valds, hindrun framgangs réttvísinnar og fyrir skjalafals í tengslum við misheppnaða tilraun hans til að setja á herlög í landinu árið 2024. Um er að ræða fyrstu dómsuppkvaðninguna yfir forsetanum fyrrverandi, en hann gæti átt yfir höfði sér enn frekari refsingu, jafnvel dauðarefsingu, þar sem enn á eftir að kveða upp úrskurði í þremur málum til viðbótar sem tengjast embættisfærslum forsetans. 16.1.2026 08:00
„Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16.1.2026 07:39
Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Á átta ára tímabili, frá 2018 til 2025, hafa fimm ráðuneyti og undirstofnanir þeirra samtals varið rúmum 350 milljónum í kostnað vegna starfslokasamninga. 16.1.2026 07:01
Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. 15.1.2026 19:02