Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. 28.8.2025 21:02
Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. 28.8.2025 20:58
Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 28.8.2025 13:26
„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. 27.8.2025 13:02
Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum. 27.8.2025 06:31
Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. 26.8.2025 22:57
Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála. 26.8.2025 12:11
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. 24.8.2025 22:00
Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 24.8.2025 18:46
Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. 24.8.2025 18:28