Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag

Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Bæta við þriðja sótt­kvíar­hótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast

Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun.

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“

Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.