Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Banda­ríska utan­ríkis­ráðu­neytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð

Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga.

Gefur ekkert upp um breytta for­gangs­röðun jarðgangna

Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar.

„Þetta í raun stað­festir það sem að flestir bjuggust við“

Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland.

Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjöru­tíu ára ferli

Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum.

Þýskur her­foringi í heim­sókn á Ís­landi

Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála.

Á sjöunda tug drepin í stór­tækum á­rásum

Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 

Mynd­skeið af rallýslysi, sjálf­stæð Úkraína og brennan á Berg­þórs­hvoli

Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir.

Sjá meira