Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Atli tryggði FH-ingum þrjú stig - myndir

    FH-ingar unnu fyrsta sigur sinn í sumar þegar þeir unnu 1-0 sigur á Fram í Kaplakrikanum í kvöld en það var Atli Guðnason sem skoraði eina mark leiksins undir lok leiksins. Framarar eru þar með áfram stiga- og markalausir á botni Pepsideildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík 0-4 Keflavík

    Keflvíkingar fóru illa með nágranna sína í Grindavík í fyrsta heimaleik Grindavíkurliðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Keflavík vann 4-0 stórsigur eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. Keflvíkingar ætla að koma á óvart í upphafi móts en ekki var búist mikið af liðinu í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Selfoss 3-1

    Valur hafði betur gegn Selfossi 3-1 er liðin mættust á Vodafone vellinum í 2. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Tvö mörk undir lok leiks tryggði Val öll stigin í ágætum leik. Selfyssingar sóttu talsvert meira en Valsarar, án þess að takast að brjóta á bak aftur vel skipulagða vörn þeirra.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin í beinni á Vísi

    Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

    Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

    Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hver verður fyrstur í 100 sigurleiki?

    Guðjón Þórðarson (þjálfari Grindavíkur), Bjarni Jóhannsson (þjálfari Stjörnunnar) og Logi Ólafsson (þjálfari Selfoss) verða í sviðsljósinu með lið sín í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ingó Veðurguð: Fótboltinn er kominn í forgang

    Ingólfur Þórarinsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Ingólfur, eða Ingó Veðurguð eins og margir þekkja hann, er búinn að setja fótboltann í fyrsta sæti en tónlistina í annað. Hann gefur frá sér mörg atvinnutækifæri og segist borga helling með sér til þess að spila fótbolta.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ekki víst að ég spili með gegn Selfossi

    Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í upphafi leiksins gegn Fram á mánudag þegar prímus mótor liðsins, Haukur Páll Sigurðsson, meiddist. Eins og sönnum harðjaxli sæmir harkaði hann af sér, kom inn á völlinn en varð að yfirgefa hann um tíu mínútum síðar vegna sársauka.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR

    Hinn 18 ára gamli Emil Atlason sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik með KR á sunnudaginn. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og spilaði vel. Emil á ekki langt að sækja hæfileikana enda sonur Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmanns. Emil fór í KR þv

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þorvaldur vísaði í Kaffibrúsakallana

    Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, sló á létta strengi í samtali við blaðamenn eftir tapið gegn Val í Pepsi-deild karla í kvöld. Hann var þrátt fyrir tapið sáttur við frammistöðu sinna manna og sagði að það eina sem vantaði væru mörkin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarni: Stoke-bolti í Stjörnunni

    Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, var ósáttur með tvö töpuð stig þótt Stjörnuliðið væri vissulega gott. Það var þó ekki fallegur fótbolti sem skilaði Stjörnunni stigi í Vesturbænum í kvöld að hans mati.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kennie: Holdt kjeft hvor jeg er glad

    Kennie Chopart, annar Dananna í liði Stjörnumanna, átti fínan leik með Garðbæingum gegn KR í kvöld. Kennie lék ýmist á hægri eða vinstri kanti, lét finna fyrir sér og óx ásmegin eftir því sem á leikinn leið.

    Íslenski boltinn