Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-2 | Rautt og rosalegt í Garðabæ Kristján Óli Sigurðsson á Stjörnuvelli skrifar 10. maí 2012 18:15 Mynd/Stefán Leikur Stjörnunnar og Fylkis var engin sérstök skemmtun. Garðar Örn Hinriksson, oft nefndur rauði baróninn, stóð svo sannarlega við nafngiftina því hann veifaði þremur rauðum spjöldum – öll á heimamenn sem voru mjög ósáttir við framlag Garðars í leiknum. Garðar rak þrjá Stjörnumenn í snemmbúna sturtu, fyrst Daníel Laxdal, þá Henryk Böedker og loks Bjarka Pál Eysteinsson. „For helvede man," öskraði Böedker af hliðarlínunni og uppskar rautt spjald. Hann gekk um gólf lengi frameftir kvöldi gríðarlega ósáttur. Mads Laudrup var í byrjunarliði Stjörnunnar og var sprækur framan af. Hann leit vel út og ljóst að þarna eru einhverjir töfrar í skónum. Verulega dró þó af honum þegar leið á leikinn. Stjörnumenn komust yfir þegar Gunnar Örn Jónsson lúrði á fjær og potaði boltanum yfir línunna eftir aukaspyrnu Halldórs Orra Björnssonar. Garðar Jóhannsson fiskaði ódýra aukaspyrnu og dekkningin í teignum var slök. Síðan gerðist nákvæmlega ekki neitt, það var helst Maggi vallarþulur á Stjörnuvelli sem hélt partýinu gangandi. Maggi er skemmtilegur maður og ágætt að eyða nokkrum orðum í hann. Á 78. Mínútu fóru hins vegar hlutirnir að gerast. Jóhann Þórhallsson slapp þá allt í einu einn í gegn, Daníel hljóp hann uppi og tæklaði Jóhann. Víti og rautt var niðurstaðan þó heimamönnum fyndist illa á þeim brotið. Daníel vildi meina að þetta hefði verið boltinn en Garðari var ekki haggað. Rautt og í sturtu. Gestirnir gengu á lagið og Jóhann Þórhallsson, sem hafði verið dæmdur óteljandi oft rangstæður í leiknum, tókst loksins að passa sig og potaði boltanum inn eftir að hafa lúrt á fjær. Ingimundur gaf aukaspyrnu sem Finnur Ólafsson hafði unnið beint á fjær þar sem Jóhann gat ekki annað en skorað. En 10 á móti 11 tókst heimamönnum að jafna. Atli Jóh féll í teignum eftir viðskipti við barnabarn Ómars Ragnarssonar, Rúrik Andra, og Halldór Orri skoraði af miklu öryggi. Svalur á punktinum sem fyrr. Undir lokinn þá tæklaði Bjarki Páll Andra Þór aftan frá. Strangt til tekið segja reglurnar að rautt spjald eigi við en reyndur dómari eins og Garðar á ekki að henda rauða spjaldinu svona auðveldlega upp. 2-2 endaði leikurinn – lítið fjör nema undir lokin. Jóhann Laxdal : Honum finnst gaman að veifa þessum litMynd/AntonStjörnumaðurinn Jóhann Laxdal var hundóánægður með frammstöðu liðsins í jafntelinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta var til skammar og við buðum uppá þetta því við vorum enn í klefanum þegar síðari hálfleikurinn hófst. Því fór sem fór." Hann vandaði heldur ekki Garðari Erni Hinrikssyni dómara kveðjurnar eftir leikinn og var hundóánægður með frammistöðu hans. ,, Með fyrsta vítið þá var hann í engri aðstöðu til að dæma og veifaði þeim lit sem hann heldur uppá," sagði Jóhann. Bjarni Jó: Slökuðum á eftir að við komumst yfirMynd/VilhelmBjarni Jóhannson þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með jafntefli í fyrsta heimaleik sumarsins. „Við komum mjög vel stemmdir til leiks en eftir að við komumst yfir þá slökuðum við á. Vendipunktur leiksins var vítið sem Fylkismenn fengu og mér fannst Garðar mjög hikandi þegar hann dæmdi vítið. Hinsvegar var ágætt úr því sem komið var að ná að jafna 10 á móti 11", sagði reynsluboltinn Bjarni að lokum. Ingimundur Níels: Óheppni að vera ekki með sex stigMynd/StefánFylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson var sáttur við spilamennskuna en hefði viljað þrjú stig - ljái honum hver sem vill. „Við töpum þessum stigum á einu leiðinlegu atviki. Atli náttúrulega er klókur og leggst í grasið.Mér leið vel inni á vellinum og heilt yfir fannst mér við betri," sagði Ingimundur. „Við komumst mjög langt á því að berjast og vera í þessum slag saman. Reyna bæta ofan á það. En mér finnst við eiginlega óheppnir að vera ekki með sex stig eftir þessar umferðir." Ásmundur: Við gefum þeim þessi mörkMynd/StefánÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var ekki sáttur við aðeins stig. „Ég get ekki verið sáttur með það. Fyrirfram hefði ég tekið við stiginu en eins og leikurinn þróaðist hefði ég viljað öll stigin - eðlilega. Við gefum þessi mörk - færum þeim þau á silfurfati. Það var enginn hætta í gangi," sagði Ásmundur. „Ég var ánægður með vinnuframlag leikmanna og nú er hópurinn að þéttast og leiðinn liggur uppá við núna," sagði Ásmundur með krosslagðar hendur. Þá erum við góðir er það ekki." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leikur Stjörnunnar og Fylkis var engin sérstök skemmtun. Garðar Örn Hinriksson, oft nefndur rauði baróninn, stóð svo sannarlega við nafngiftina því hann veifaði þremur rauðum spjöldum – öll á heimamenn sem voru mjög ósáttir við framlag Garðars í leiknum. Garðar rak þrjá Stjörnumenn í snemmbúna sturtu, fyrst Daníel Laxdal, þá Henryk Böedker og loks Bjarka Pál Eysteinsson. „For helvede man," öskraði Böedker af hliðarlínunni og uppskar rautt spjald. Hann gekk um gólf lengi frameftir kvöldi gríðarlega ósáttur. Mads Laudrup var í byrjunarliði Stjörnunnar og var sprækur framan af. Hann leit vel út og ljóst að þarna eru einhverjir töfrar í skónum. Verulega dró þó af honum þegar leið á leikinn. Stjörnumenn komust yfir þegar Gunnar Örn Jónsson lúrði á fjær og potaði boltanum yfir línunna eftir aukaspyrnu Halldórs Orra Björnssonar. Garðar Jóhannsson fiskaði ódýra aukaspyrnu og dekkningin í teignum var slök. Síðan gerðist nákvæmlega ekki neitt, það var helst Maggi vallarþulur á Stjörnuvelli sem hélt partýinu gangandi. Maggi er skemmtilegur maður og ágætt að eyða nokkrum orðum í hann. Á 78. Mínútu fóru hins vegar hlutirnir að gerast. Jóhann Þórhallsson slapp þá allt í einu einn í gegn, Daníel hljóp hann uppi og tæklaði Jóhann. Víti og rautt var niðurstaðan þó heimamönnum fyndist illa á þeim brotið. Daníel vildi meina að þetta hefði verið boltinn en Garðari var ekki haggað. Rautt og í sturtu. Gestirnir gengu á lagið og Jóhann Þórhallsson, sem hafði verið dæmdur óteljandi oft rangstæður í leiknum, tókst loksins að passa sig og potaði boltanum inn eftir að hafa lúrt á fjær. Ingimundur gaf aukaspyrnu sem Finnur Ólafsson hafði unnið beint á fjær þar sem Jóhann gat ekki annað en skorað. En 10 á móti 11 tókst heimamönnum að jafna. Atli Jóh féll í teignum eftir viðskipti við barnabarn Ómars Ragnarssonar, Rúrik Andra, og Halldór Orri skoraði af miklu öryggi. Svalur á punktinum sem fyrr. Undir lokinn þá tæklaði Bjarki Páll Andra Þór aftan frá. Strangt til tekið segja reglurnar að rautt spjald eigi við en reyndur dómari eins og Garðar á ekki að henda rauða spjaldinu svona auðveldlega upp. 2-2 endaði leikurinn – lítið fjör nema undir lokin. Jóhann Laxdal : Honum finnst gaman að veifa þessum litMynd/AntonStjörnumaðurinn Jóhann Laxdal var hundóánægður með frammstöðu liðsins í jafntelinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta var til skammar og við buðum uppá þetta því við vorum enn í klefanum þegar síðari hálfleikurinn hófst. Því fór sem fór." Hann vandaði heldur ekki Garðari Erni Hinrikssyni dómara kveðjurnar eftir leikinn og var hundóánægður með frammistöðu hans. ,, Með fyrsta vítið þá var hann í engri aðstöðu til að dæma og veifaði þeim lit sem hann heldur uppá," sagði Jóhann. Bjarni Jó: Slökuðum á eftir að við komumst yfirMynd/VilhelmBjarni Jóhannson þjálfari Stjörnunnar, var svekktur með jafntefli í fyrsta heimaleik sumarsins. „Við komum mjög vel stemmdir til leiks en eftir að við komumst yfir þá slökuðum við á. Vendipunktur leiksins var vítið sem Fylkismenn fengu og mér fannst Garðar mjög hikandi þegar hann dæmdi vítið. Hinsvegar var ágætt úr því sem komið var að ná að jafna 10 á móti 11", sagði reynsluboltinn Bjarni að lokum. Ingimundur Níels: Óheppni að vera ekki með sex stigMynd/StefánFylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson var sáttur við spilamennskuna en hefði viljað þrjú stig - ljái honum hver sem vill. „Við töpum þessum stigum á einu leiðinlegu atviki. Atli náttúrulega er klókur og leggst í grasið.Mér leið vel inni á vellinum og heilt yfir fannst mér við betri," sagði Ingimundur. „Við komumst mjög langt á því að berjast og vera í þessum slag saman. Reyna bæta ofan á það. En mér finnst við eiginlega óheppnir að vera ekki með sex stig eftir þessar umferðir." Ásmundur: Við gefum þeim þessi mörkMynd/StefánÁsmundur Arnarsson þjálfari Fylkis var ekki sáttur við aðeins stig. „Ég get ekki verið sáttur með það. Fyrirfram hefði ég tekið við stiginu en eins og leikurinn þróaðist hefði ég viljað öll stigin - eðlilega. Við gefum þessi mörk - færum þeim þau á silfurfati. Það var enginn hætta í gangi," sagði Ásmundur. „Ég var ánægður með vinnuframlag leikmanna og nú er hópurinn að þéttast og leiðinn liggur uppá við núna," sagði Ásmundur með krosslagðar hendur. Þá erum við góðir er það ekki."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira