Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Einni með öllu á Akureyri aflýst

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Hólfaskipting snýr aftur á fótboltavellina

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tilkynnti í dag um nýjar sóttvarnaraðgerðir vegna bylgju kórónuveirufaraldursins sem borið hefur á undanfarna daga. Íþróttaviðburðir eru þar ekki undanskildir nýjum reglum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gjör­breytt lands­lag hjá smitrakningar­teyminu

Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfs­manni

Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Ísland enn grænt í nýju bylgjunni

Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Seðlabankinn í snúinni stöðu

Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

76 greindust smitaðir innanlands

Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin

Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“

Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn.

Innlent