Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Hvernig smitast kórónu­veiran?
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.

Spurt og svarað um kórónuveiruna:
Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?

Hvað þýðir samkomubann?
Samkomubann gildir á Íslandi frá 16. mars til 13. apríl. Bannið tekur til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Hægt er að lesa nánar um samkomubann hér.

Svona á að haga sér í sóttkví:
Hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má gera og hvað má ekki gera, ef sóttkvíin á að skila tilætluðum árangri?

covid.is
Nánari upplýsingar er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.


Fréttamynd

Bandaríkin hætta að styðja WHO

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin myndu hætta samstarfi og stuðningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO.

Erlent
Fréttamynd

Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu

Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum.

Erlent
Fréttamynd

160 launa­greið­endur sem nýttu hluta­star­fa­leið stjórn­valda hækkuðu laun aftur­virkt

160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 

Innlent
Fréttamynd

Konur í friðargæslu eru lykill að friði

Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna.

Heimsmarkmiðin
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.