Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.
Fréttamynd

„Ég stóð bara með sóttvarnalækni“

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnalækni í deilum Persónuverndar og Íslenskri erfðagreiningu í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stuðningur Katrínar við sótt­varnar­lækni sjálf­sagður

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.

Innlent
Fréttamynd

Í fram­haldi af við­tali við Helgu Þórisdóttur

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum.

Skoðun
Fréttamynd

Allt­of mörg börn misstu af bólu­setningu við mis­lingum

Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 

Innlent
Fréttamynd

„Síðustu tvö ár hafa verið hel­víti“

Sigríður Elín Ásgeirsdóttir er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að glíma við langtímaveikindi í kjölfarið á COVID-19. Hún var áður heilsuhraust og í fullri vinnu en eftir tvær bólusetningar og þrjú Covid-smit hefur líf hennar tekið algjöra kollsteypu að hennar sögn.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert Covid í fyrsta sinn frá upp­hafi far­aldurs

Í fyrsta sinn frá því að Sýkla- og veirufræðideild tók við SARS-CoV 2 greiningum leið vika sem ekkert tilfelli kórónuveirunnar greindust, eða 28. febrúar 2020 þegar faraldurinn hófst á Íslandi. Í vikunni 25. til 31. mars greindust engin tilfelli.

Innlent
Fréttamynd

Hin endan­lega lausn

„Hin mikla frásögn samfélags okkar er frásögn vélhyggjunnar, frásögn þar sem maðurinn er smættaður niður hreina líffræðilega tilvist. Frásögn sem hunsar algerlega sálræna og táknræna vídd manneskjunnar. Þessi sýn á manninn er kjarni vandans.”

Skoðun
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að falsa bólusetningarvottorð

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ákærður í morgun. Hann og sextán aðrir eru sakaðir um að hafa falsað opinber gögn svo þeir virtust hafa fengið bólusetningu gegn Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem Bolsonaro er ákærður en hann stendur mögulega frammi fyrir fleiri ákærum á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“

„Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Víðir kominn aftur úr veikinda­leyfi

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opin­berað

Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

„Salan var al­gjör­lega háð því hvað Þór­ólfur sagði á fundum“

„Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Inga liggur eins og skata

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er meðal þeirra sem liggja flatir þessi jólin. Ekki þó sökum ofáts heldur náði Covid-19 í skottið á Ingu.

Lífið
Fréttamynd

Rosa­lega margir veikir og toppinum ekki náð

Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 

Innlent
Fréttamynd

Boris John­son bað Breta af­sökunar

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, bað Breta afsökunar vegna þjáninga þeirra í heimsfaraldri COVID-19 í upphafi vitnaleiðslna sem hófust yfir honum í dag. Hann segir að hann hefði ekki tekið öðruvísi ákvarðanir í dag.

Erlent