Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Spurt og svarað um kórónuveiruna:
Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig smitast hún?

covid.is
Nánari upplýsingar er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Er til bóluefni gegn veirunni?
Það er ekki til en framleiðendur víða um heim keppast nú við að rannsaka og þróa bóluefni gegn veirunni.

Hér má finna upplýsingar um hvenær von er á bóluefni við veirunni, hvað það mun kosta og hverjir verði bólusettir fyrst.

Washington Post fjallar einnig ítarlega um þróun bóluefnis og hvernig rannsóknum hjá hinum ýmsu lyfjaframleiðendum miðar.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.


Fréttamynd

Segir langan og erfiðan vetur framundan

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Kristmann Eiðsson látinn

Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví

Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.