Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Fór út af vegna veikinda

Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsstúlkur í dauðariðlinum

Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Má ekki missa boltann þarna“

Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Guðjónsson situr fyrir svörum

Bjarni Guðjónsson sat fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann var spurður rækilega út í uppákomuna sem varð á leik Skagamanna og Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Bjarni gefur upp nýja mynd af málinu í viðtalinu sem ekki hefur komið fram áður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Skagamönnum

Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu í kjölfar atburðarásarinnar eftir leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni tekur félagið undir afsökunarbeiðni Bjarna Guðjónssonar en gerir athugasemdir við framkomu leikmanna Keflavíkur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Keflvíkingum

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna atburða gærkvöldsins í Landsbankadeild karla, þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Skagamönnum og allt fór í bál og brand. Lestu yfirlýsinguna hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni biðst afsökunar á marki sínu

Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, hefur beðist afsökunar á markinu furðulega sem hann skoraði gegn Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Keflvíkingar brugðust mjög reiðir við og sökuðu hann um ódrengilegan leik. Til átaka kom eftir leikinn í gær og þurfti Bjarni að leita skjóls inni í búningsherbergjum til að verjast árásum Keflvíkinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna

Í morgun var dregið í riðla í forkeppni Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta þar ADO Den Haag frá Hollandi, FC Honka frá Finnlandi og Klakksvík frá Færeyjum í riðli A2 í forkeppninni. Alls taka 45 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján Guðmundsson: Þetta var Bjarna til skammar

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var mjög óhress með framgang Bjarna Guðjónssonar í kvöld þegar hann skoraði annað mark Skagamanna í leik liðanna í kvöld. Hann sakar Bjarna um ódrengilega framkomu og nokkrir leikmanna Keflavíkur eltu hann æfir til búningsherbergja eftir að flautað var af í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dramatík og rauð spjöld á Skaganum

Skagamenn unnu 2-1 sigur á Keflvíkingum í lokaleik kvöldsins í Landsbankadeild karla sem sýndur var beint á Sýn. Leikurinn var dramatískur í meira lagi þar sem sigurmark heimamanna var ansi vafasamt og tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sannfærandi sigur Vals á HK

Valsmenn eru á góðri siglingu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og í kvöld vann liðið góðan 4-1 sigur á nýliðum HK í Kópavogi. Birkir Már Sævarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Helgi Sigurðsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruðu fyrir Val í kvöld, en mark HK var sjálfsmark. Fylkir og KR gerðu markalaust jafntefli í Árbænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn yfir í hálfleik

Skagamenn hafa yfir 1-0 gegn Keflavík á heimavelli sínum á Skipaskaga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í sjónvarpsleiknum á Sýn. Það var Bjarni Guðjónsson sem skoraði mark ÍA úr vítaspyrnu eftir um hálftíma leik. Valsmenn hafa yfir 4-1 gegn HK þegar skammt er til leiksloka í leik liðanna í Kópavogi og enn er markalaust hjá Fylki og KR í Árbænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nördaleikurinn á föstudaginn

Á föstudag fer fram stórleikur milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli - þar sem nýja stúkan verður jafnframt vígð. Landslið íslensku nördanna hyggur þá á hefndir, eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

FH-ingar á sigurbraut á ný

Íslandsmeistarar FH komust aftur á sigurbraut í Landsbankadeildinni kvöld þegar þeir lögðu Víkinga 4-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Þá unnu Framarar annan sigur sinn í deildinni í sumar þegar þeir báru sigurorð af Breiðablik 1-0 á Laugardalsvellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Icelandair styrkir knattspyrnufélögin í Landsbankadeildinni

Icelandair og öll liðin í Landsbankadeildinni í knattspyrnu skrifa í dag undir samstarfssamning, sem felur í sér að nú geta stuðningsmenn og áhangendur liðanna styrkt sín lið fjárhagslega með því að bóka flug beint á heimasíðu síns liðs. Á heimasíðum allra liðanna verður beinn aðgangur að bókunarvél Icelandair á netinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gæti verið í hóp í kvöld

Svo gæti farið að varnarmaðurinn sterki, Milos Glogovac, verði í leikmannahópi Víkings í kvöld í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hann meiddist skömmu fyrir upphaf móts en Víkingur mætir FH í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikir dagsins hér heima

Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úrslit dagsins á Íslandi

Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur úr leik

Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur yfir í hálfleik

Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé.

Fótbolti
Fréttamynd

Semur líklega við Viborg

Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppliðin unnu

Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Útilokar ekki að koma aftur

Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loksins sigur hjá KR

KR-ingar unnu langþráðan sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu Framara 2-1 í Frostaskjóli. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti en Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir KR á 79. mínútu. Þar á undan hafði Stefán Logi Magnússon markvörður KR varið vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram yfir í hálfleik

Framarar hafa yfir 1-0 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í lokaleik 8. umferðar Landsbankadeildar karla. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með góðu skoti eftir 24 mínútna leik. KR-ingar sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en Fram í sætinu þar fyrir ofan með fimm stig.

Íslenski boltinn