Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ásgeir Aron: Stemmingin engu lík

“Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en þetta. Þessi sigur var alveg ótrúlegur,” sagði Ásgeir Aron Ásgeirsson Fjölnismaður sem skoraði jöfnunarmarkið gegn KR í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnleifur tognaði illa á ökkla

Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK tognaði illa á ökkla og þurfti að fara af velli í leiknum gegn Fram í kvöld. "Þetta var slæm ökklatognun en við sjáum til hvað læknirinn segir á morgun," sagði Gunnleifur eftir 2-0 tap HK gegn Fram í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH lagði ÍA

FH-ingar hafa fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 2-0 baráttusigur á ÍA í kvöld. Sigur heimamanna var verðskuldaður, en ekki auðveldur frekar en búast mátti við gegn hörðum Skagamönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dramatík í Grafarvogi

Nýliðar Fjölnis hafa heldur betur byrjað vel á sínu fyrsta tímabili í Landsbankadeildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og skellti KR 2-1 í dramatískum leik í Grafarvogi í kvöld. Það var Gunnar Már Guðmundsson sem skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu þegar rúmar þjrár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markalaust í Kaplakrika í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign FH og ÍA í Kaplakrika en þar er staðan jöfn 0-0. Leikurinn hefur verið fjörlegur þrátt fyrir markaleysið og hafa heimamenn verið beittari. Besta færi hálfleiksins fékk Atli Guðnason hjá FH, en hann náði að skjóta yfir úr sannkölluðu dauðafæri á 39. mínútu þegar hann var fyrir opnu marki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dennis Bo í speglun á hné

Dennis Bo Mortensen mun fara í speglun á hné í næstu viku til að skera endanlega úr um hvort hann sé með slitin krossbönd í hné, eins og allar líkur eru reyndar á.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Danskur miðjumaður í Val

Íslandsmeistarar Vals hafa fengið til sín danskan miðjumann. Hann heitir Rasmus Hansen og er 29 ára en hann kemur frá Randers í heimalandinu þar sem hann hefur verið frá 2003.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss vann Víking

Fyrsta umferð 1. deildar karla hófst í dag með fimm leikjum. Athyglisverðustu úrslitin voru í Víkinni þar sem nýliðar Selfoss kræktu sér í þrjú stig í mjög fjörugum leik en Víkingum var spáð sigri í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur burstaði Þór/KA

Íslandsmeistarar Vals unnu 5-1 sigur í opnunarleik Landsbankadeildar kvenna en leikið var gegn Þór/KA í Egilshöll. Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keppni í 1. deild hefst í dag

Í dag hefst keppni í 1. deild karla þetta tímabilið en þá verða fimm leikir á dagskrá. Fyrstu umferð lýkur annað kvöld þegar Þór Akureyri og KS/Leiftur eigast við í Boganum á Akureyri.

Íslenski boltinn