Íslenski boltinn

Selfoss vann Víking

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá leik á Víkingsvelli í fyrra.
Frá leik á Víkingsvelli í fyrra.

Fyrsta umferð 1. deildar karla hófst í dag með fimm leikjum. Athyglisverðustu úrslitin voru í Víkinni þar sem nýliðar Selfoss kræktu sér í þrjú stig í mjög fjörugum leik en Víkingum var spáð sigri í deildinni.

Agnar Bragi Magnússon kom Selfossi yfir en Víkingar komust yfir fyrir hlé með tveimur mörkum eftir hornspyrnur. Þórhallur Hinriksson og Jón Guðbrandsson skoruðu.

Í seinni hálfleik fékk Pétur Örn Svansson, leikmaður Víkings, rautt spjald. Selfyssingar nýttu sér liðsmuninn og unnu 3-2.

Sævar Þór Gíslason skoraði tvö síðustu mörk leiksins en sigurmarkið var úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

ÍBV vann Leikni í Vestmannaeyjum 2-0 með mörkum frá Atla Heimissyni en hinir þrír leikir dagsins enduðu allir með jafntefli.

Víkingur - Selfoss 2-3

ÍBV - Leiknir 2-0

Haukar - Víkingur Ó. 1-1

Njarðvík - Stjarnan 0-0

KA - Fjarðabyggð 2-2

Annað kvöld mætast Þór Akureyri og KS/Leiftur í Boganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×