Íslenski boltinn

Keppni í 1. deild hefst í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leiknismenn heimsækja Vestmannaeyjar í dag á sama tíma og Stjarnan leikur í Njarðvík.
Leiknismenn heimsækja Vestmannaeyjar í dag á sama tíma og Stjarnan leikur í Njarðvík. Mynd/Leiknir.com

Í dag hefst keppni í 1. deild karla þetta tímabilið en þá verða fimm leikir á dagskrá. Fyrstu umferð lýkur annað kvöld þegar Þór Akureyri og KS/Leiftur eigast við í Boganum á Akureyri.

Það má búast við harðri baráttu í deildinni þetta sumarið en samkvæmt spá fyrir deildina mun Víkingur Reykjavík enda í efsta sæti á 100 ára afmæli félagsins. Liðið tekur á móti Selfossi í dag en Selfyssingar eru nýliðar í deildinni.

ÍBV er spáð öðru sætinu en Eyjamenn taka á móti Leikni í dag. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17:00.

Leikir dagsins í 1. deild:

17:00 KA - Fjarðabyggð

17:00 Haukar - Víkingur Ó.

17:00 Njarðvík - Stjarnan

17:00 Víkingur - Selfoss

17:00 ÍBV - Leiknir R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×