Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ísland upp um eitt sæti

Ísland er í 97. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um eitt sæti. Evrópumeistarar Spánverja halda efsta sætinu og Þjóðverjar fara upp fyrir Ítali í 2. sætið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í dómgæslunni á Íslandi

Athyglisvert að á þremur af fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla eru aðaldómarar sem eru á sínu fyrsta ári í deildinni. Þá er dómarinn á leik Keflavíkur og HK, Þorvaldur Árnason, að fara að dæma sinn fyrsta leik í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Næsta markmið er A-landsliðið

Hannes Þór Halldórsson er besti markvörður Landsbankadeildar karla. Hannes er með hæstu meðal­einkunn, hefur fengið á sig fæst mörk, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna og hefur haldið oftast hreinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH rúllaði yfir Grevenmacher

FH átti ekki í teljandi vandræðum með Grevenmacher í síðari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA bikarsins. FH vann 5-1 í Lúxemborg í kvöld og kemst því áfram á 8-3 samanlögðum sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðni Rúnar samdi við Stjörnuna

Guðni Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en hann fékk sig lausan frá samningi við Fylki í Landsbankadeildinni á dögunum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Guðni er 32 ára gamall og hafði verið hjá Fylki síðan árið 2004.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörður á leið í Breiðablik

Hörður Sigurjón Bjarnason er á leið í Breiðablik en þetta kemur fram á vefsíðunni Fótbolti.net. Hörður er uppalinn hjá Blikum en hann gekk í raðir Víkings R. árið 2005.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Magnús Gylfason í launadeilu við KR

Knattspyrnuþjálfarinn Magnús Gylfason stendur í launadeilu við KR. Magnús, sem er álitsgjafi Stöðvar 2 Sport í Landsbankadeildinni, var leystur undan störfum hjá KR um mitt ár 2005 og telur að KR hafi ekki staðið við gefin loforð varðandi starfslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingimundur Óskarsson til Fylkis

Fylkir fékk í dag til liðs við sig hinn 22 ára gamla Ingimund Óskarsson sem leikið hefur með KR. Ingimundur á að baki leiki með 2. flokki Fylkis, en hann lék með Fjölni árin 2005-06.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Júlíusson lánaður til KA

Framherjinn Andri Júlíusson sem leikið hefur með Skagamönnum í Landsbankadeildinni hefur verið lánaður til KA í fyrstu deildinni. Andri er 23 ára gamall en hefur ekki átt fast sæti í liði Skagamanna í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sænskur dómari í Víkinni

Síðastliðin ár hafa knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum haft samstarf um dómaraskipti og hafa þá dómarar ferðast á milli þessara landa og dæmt nokkra leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Töpuðu fyrir Englandi

Önnur umferð Opna Norðurlandamóts U17 landsliða karla fór fram í dag, þriðjudag. Ísland mætti Englandi og gerðu þeir ensku eina mark leiksins.

Íslenski boltinn