Íslenski boltinn

Strákarnir munu leika um 5. sætið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðsins.
Lúkas Kostic, þjálfari U17 landsliðsins.

U17 landslið karla vann í dag góðan 3-0 sigur á Finnum í lokaumferð riðlakeppninnar á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð. Mörkin þrjú komu öll seint í leiknum.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum alveg frá byrjun og sótti grimmt, en mörkin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en um 5 mínútur voru eftir af leiknum sem Tómas Guðmundsson braut ísinn, en hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum.

Aðeins tveimur mínútum síðar jók Ólafur Karl Finsen forystuna áður en Styrmir Árnason, sem einnig hafði komið inn á sem varamaður, gulltryggði sigurinn með þriðja markinu á lokamínutunni.

Ísland hafnaði því í þriðja sæti B-riðils og leikur um 5. sætið á mótinu á laugardag.

Af vefsíðu KSÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×