Íslenski boltinn

ÍA úr leik þrátt fyrir sigur í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, þjálfarar ÍA.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, þjálfarar ÍA.

ÍA vann FC Honka 2-1 á Akranesvelli í kvöld en þetta var síðari viðureign liðanna í UEFA-bikarnum. FC Honka vann fyrri leikinn í Finnlandi 3-0 og kemst því áfram á samtals 4-2 sigri.

Helgi Pétur Magnússon kom ÍA yfir eftir stundarfjórðung í kvöld og Björn Bergmann Sigurðarson bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks. En lengra komust Skagamenn ekki og Finnarnir áttu síðasta orðið.

Skagamenn eru því úr leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×