Íslenski boltinn

Þróttarar vængbrotnir í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson.

Þróttarar heimsækja topplið FH í Landsbankadeild karla í kvöld. Nokkrir af lykilmönnum Þróttaraliðsins taka út leikbann í leiknum sem hefst klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli.

Hjörtur Hjartarson, Dennis Danry, Þórður Steinar Hreiðarsson og Hallur Hallsson verða allir fjarri góðu gamni vegna leikbanna. Þá er Adolf Sveinsson frá vegna meiðsla.

Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, virtist þó hafa litlar áhyggjur í samtali við Fótbolta.net í morgun og sagði að breiddin í leikmannahópnum væri fín.

Leikir kvöldsins í Landsbankadeildinni hefjast allir 19:15 en að vanda verður fylgst með öllu sem gerist í leikjunum á Boltavaktinni hér á Vísi.

19:15 FH - Þróttur

19:15 Breiðablik - KR

19:15 Keflavík - HK

19:15 Fram - ÍA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×