Íslenski boltinn

Keflavík vann nauman sigur á HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Fjórir leikir fóru fram í þrettándu umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. FH og Keflavík unnu bæði sína leiki.

Hægt er að lesa um gang hvers leiks fyrir sig á Miðstöð Boltavaktarinnar á slóðinni visir.is/boltavakt. Þar má smella á hvern einstakan leik til að fá nánari lýsingu af framvindu mála.

Keflavík vann nauman sigur á HK á heimavelli í kvöld eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik, þökk sé mörkum frá Guðmundi Steinarssyni og Kenneth Gustafsson.

HK-ingar blésu þó til sóknar í síðari hálfleik og náðu að jafna metin með tveimur mörkum frá Mitja Brulc. Hörður Sveinsson skoraði svo sigurmark Keflvíkinga undir lok leiksins.

Leikar skildu jafnir hjá Breiðabliks og KR en Jóhann Berg Guðmundsson kom heimamönnum yfir strax í upphafi leiks. Grétar Sigfinnur Sigurðarson jafnaði svo metin fyrir KR skömmu fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í síðari hálfleik

FH hélt toppsæti deildarinnar eftir 2-0 sigur á Þrótti en Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörk FH. ÍA vann einnig 2-0 sigur á Fram með mörkum Ívars Björnssonar og Hjálmars Þórarinssonar.

Toppliðin tvö unnu því bæði sína leiki en liðin á botninum - ÍA og HK - töpuðu bæði í kvöld. Ef Fylkir vinnur Val á morgun verður ÍA níu stigum frá fallsæti og HK ellefu stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×