Íslenski boltinn

Tveir í leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis.
Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis. Mynd/Víkurfréttir/Þorgils

Tveir leikmenn í Landsbankadeild karla voru í dag dæmdir í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Þetta eru Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis, sem fékk að líta rauða spjaldið í leik KR og Fjölnis í síðustu viku.

Í sama leik fékk Pétur Marteinsson að líta sitt fjórða gula spjald í sumar og fer hann því einnig í eins leiks bann.

Ólafur missti af leik Fjölnis og Grindavíkur á fimmtudagskvöldið og Pétur af leik Breiðabliks og KR annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×