Íslenski boltinn

FH rúllaði yfir Grevenmacher

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö í kvöld.
Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö í kvöld.

FH átti ekki í teljandi vandræðum með Grevenmacher í síðari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA bikarsins.

FH vann 5-1 í Lúxemborg í kvöld og kemst því áfram á 8-3 samanlögðum sigri.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í síðari hálfleik réði FH lögum og lofum. Atli Guðnason og Tryggvi Guðmundsson skoruðu tvö mörk hvor og þá skoraði miðjumaðurinn Björn Daníel Sverrisson eitt.

FH vann 3-2 sigur í fyrri leiknum í Kaplakrika í síðustu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×