Íslenski boltinn

Heimir: Hlýtur að vera gerð krafa um titil í Vesturbæ

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, segir að eftir kaup KR-inga á Skagamanninum Bjarna Guðjónssyni hljóti að vera gerð krafa um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum sama hvað þjálfari þeirra segir.

Stórleikur kvöldsins í Landsbankadeild karla er viðureign Breiðabliks og KR. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann hefst klukkan 19:15.

KR-ingar eru einfaldlega það vel mannaðir að þeir eiga að vera í toppslagnum að mati Heimis. „Það er engin spurning. Fyrir tímabilið þá keyptu þeir alla bestu bitana á markaðnum og svo bættist Bjarni núna við. Þeir eiga að berjast um titil," sagði Heimir í hádegisfréttum á Stöð 2.

Heimir segist vonast til að leikur Breiðabliks og KR endi með jafntefli enda séu það hagstæðustu úrslitin fyrir FH. „Þetta verður hörkuleikur, bæði lið eru búin að vera að spila vel. Blikar hafa loks náð stöðugleika í leik sinn og KR-ingar verið að bíta frá sér uppá síðkastið," sagði Heimir.

Leikir kvöldsins í Landsbankadeildinni hefjast allir 19:15 en að vanda verður fylgst með öllu sem gerist í leikjunum á Boltavaktinni hér á Vísi.

19:15 FH - Þróttur

19:15 Breiðablik - KR

19:15 Keflavík - HK

19:15 Fram - ÍA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×