Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Fram sigraði lánlausa Grindvíkinga

Framarar, sem höfðu innbyrt 4 stig í fyrstu tveimur umferðunum, mættu stiga- og markalausum Grindvíkingum á Laugardalsvelli í kvöld. Það fór svo að lokum að Grindvíkingar töpuðu 0-2 og sitja því enn á botninum með núll stig og núll mörk, Framarar geta hins vegar geta verið sælir með 7 stig að loknum þremur umferðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrefalda refsingin ekki milduð

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, felldi tillögu þess efnis að milda hinar svokölluðu „þreföldu refsingar“ sem beitt er þegar leikmenn er talinn hafa rænt mótherja marki eða upplögðu marktækifæri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnlaugur: Mjög svekktur að ná ekki þremur stigum

„Ég er mjög svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik. Við vorum með leikinn í höndunum eftir að við komumst yfir og vorum einum leikmanni fleiri. Það er ljóst að mínir menn náðu ekki að notfæra sér liðsmuninn nógu vel,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á Vodafone-vellinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Vonandi fyrsta stigið af mörgum

„Við vorum líklegri til að hirða öll þrjú stigin í lokin. Þetta var mikill baráttuleikur hjá okkur og þurftum að hlaupa mikið eftir að við urðum manni færri. Þetta var flott stig hjá okkur og vonandi það fyrsta af mörgum í sumar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyi, eftir 1-1 jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Engin krísa hjá KR

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það sé engin krísa í herbúðum KR þrátt fyrir að liðið sé aðeins eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Sanngjarn sigur

„Mér fannst það alltaf liggja í loftinu að við gætum skorað í þessum leik. Við gerðum það og unnum þetta sanngjarnt 1-0," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 1-0 sigurinn á Haukum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingólfur: Veit ekki hver stuðullinn var á Lengjunni

„Ég veit ekki hver stuðullinn var á Lengjunni en þetta er vissulega gríðarlega óvæntur sigur. Það var ótrúlega stemmning í hópnum fyrir leikinn og við trúðum því að við gætum náð sigri,“ sagði Ingólfur Þórarinsson miðjumaður hjá Selfossi sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild úr víti í 1-2 sigri Selfoss á KR í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Jóhannsson: Klúðruðum þessu í lokin

„Þetta var baráttuleikur. Við vorum slappir í byrjun en mér fannst þetta vera koma í seinni hálfleik þar sem við áttum skot í stöng og slá en afdrifarík mistök af okkar hálfu kostuðu okkur stig hér í kvöld. Það hefði verið ljúft að taka stig," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnurnar, eftir leik liðsins gegn Fylki í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Börkur: Það kemur enginn hingað og tekur stig

„Ég er mjög ánægður með þetta. Frábært að vinna fyrsta heimaleikinn og við ætlum að gera þetta að gryfju í sumar. Það kemur enginn hingað og tekur stig, það er alveg á hreinu," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur Fylkis gegn Stjörnunni í annari umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn