Íslenski boltinn

Umfjöllun: Framarar náðu stigi í Kópavogi

Ari Erlingsson skrifar
Ívar Björnsson tryggði Fram eitt stig í kvöld.
Ívar Björnsson tryggði Fram eitt stig í kvöld. Mynd/Daníel

Breiðablik og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld. Ívar Björnsson tryggði Fram jafntefli með marki tólf mínútum fyrir leikslok.

Liðin áttu ólíku gengi að fagna í fyrstu umferðinni . Fram með sigur en Blikar með 0 stig eftir tap gegn Keflavík.

Fyrri hálfleikur var ekki til útflutnings og kæmi mér ekki á óvart ef kvöldsvæfir áhorfendur hefðu jafnvel dottað yfir fyrri hálfleik. Þó hafa þeir líklegast rumskað við þegar fyrsta mark kvöldsins leit ljós á 33 mínútu.

Þar var að verki Guðmundur Pétursson eftir góðan undirbúning Hauks Baldvinssonar. Þegar leikmenn gengu til búningsherberga var umrætt mark nánast það eina markverða sem gerst hafði í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var þó öllu fjörlegri og hann var varla hafinn þegar Alfreð Finnbogason smellti inn einu langskoti yfir Hannes í markinu. Staðan 2-0 og Blikar byrjaðir að brosa út í annað.

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram sá sig knúinn til að gera einhverjar breytingar á leik Fram enda lítið gengið í sóknarleiknum. Guðmundur Magnússon var sendur á vettvang til að fríska upp á sóknarleikinn á 54 mínútu og sú skipting bar árangur þegar hann skallaði boltann í netið efti hornspyrnu.

Framarar efldust við markið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna. Ólafur Helgi þjálfari Blika gerði ráðstafanir og það átti að verja forskotið. Guðmundur Kristjánsson kom inn á í stað Kristins Steindórssonar.

Líklegast hefur leikskipulag Ólafs ekki falið í sér að falla jafn mikið aftur á völllinn eins og Blikarnir gerðu. Framarar jöfnuðu loks á 78 mínútu þegar Ívar Björnsson skoraði úr miðjum vítateig eftir sendingu Sam Tillen. 2-2 og nú þurftu Blikarnir að sækja.

Á 91 mínútu fékk Alfreð Finnbogason sankallað dauðfæri einn gegn Hannesi en skotið var bein á Hannes og þar fór síðasta tækifæri leiksins í súginn.

Niðustaðan 2-2 jafntefli og líklega er að úrslit sem bæði lið geta sætt sig við miðað við gang leiksins þó vissulega sé það súrt fyrir Blikana að glutra forskotinu niður í seinni hálfleik.



Breiðablik-Fram 2-2

1-0 Guðmundur Pétursson (33.)

2-0 Alfreð Finnbogason (47.)

2-1 Guðmundur Magnússon (65.)

2-2 Ívar Björnsson (78.)

Áhorfendur: 1186

Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7)

Tölfræðin:

Skot (á mark): 8-10 (7-6)

Varin skot: Ingvar 4 - Hannes 4

Horn: 2-4

Aukaspyrnur fengnar: 19-17

Rangstöður: 0-3

Breiðablik (4-3-3)

Ingvar Þór Kale 6

Árni Kristinn Gunnarsson 5

Elfar Helgason 6

Kári Ársælsson 5

Kristinn Jónsson 7 - Maður leiksins *

Jökull Elísarbetarson 6

Finnur Orri Margeirsson 5

Kristinn Steinsdórsson 6

(Guðmundur Kristjánsson 63 min) 6

Haukur Baldvinsson 7

(Olgeir Sigurgeirsson 83 min) -

Alfreð Finnbogason 6

Guðmundur Pétursson 6

Fram (4-5-1)

Hannes Þór Halldórsson 7

Daði Guðmundsson 6

Kristján Hauksson 6

Jón Guðni Fjóluson 6

Sam Tillen 6

Tómas Leifsson 7

Halldór Hermann Jónsson 5

Jón Gunnar Eysteinsson 5

Tómas Leifsson 7

Hjálmar Þórarinsson 7

(Guðmundur Magnússon 7) 54 min














Fleiri fréttir

Sjá meira


×