Umfjöllun: Framarar náðu stigi í Kópavogi Ari Erlingsson skrifar 16. maí 2010 18:15 Ívar Björnsson tryggði Fram eitt stig í kvöld. Mynd/Daníel Breiðablik og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld. Ívar Björnsson tryggði Fram jafntefli með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin áttu ólíku gengi að fagna í fyrstu umferðinni . Fram með sigur en Blikar með 0 stig eftir tap gegn Keflavík. Fyrri hálfleikur var ekki til útflutnings og kæmi mér ekki á óvart ef kvöldsvæfir áhorfendur hefðu jafnvel dottað yfir fyrri hálfleik. Þó hafa þeir líklegast rumskað við þegar fyrsta mark kvöldsins leit ljós á 33 mínútu. Þar var að verki Guðmundur Pétursson eftir góðan undirbúning Hauks Baldvinssonar. Þegar leikmenn gengu til búningsherberga var umrætt mark nánast það eina markverða sem gerst hafði í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var þó öllu fjörlegri og hann var varla hafinn þegar Alfreð Finnbogason smellti inn einu langskoti yfir Hannes í markinu. Staðan 2-0 og Blikar byrjaðir að brosa út í annað. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram sá sig knúinn til að gera einhverjar breytingar á leik Fram enda lítið gengið í sóknarleiknum. Guðmundur Magnússon var sendur á vettvang til að fríska upp á sóknarleikinn á 54 mínútu og sú skipting bar árangur þegar hann skallaði boltann í netið efti hornspyrnu. Framarar efldust við markið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna. Ólafur Helgi þjálfari Blika gerði ráðstafanir og það átti að verja forskotið. Guðmundur Kristjánsson kom inn á í stað Kristins Steindórssonar. Líklegast hefur leikskipulag Ólafs ekki falið í sér að falla jafn mikið aftur á völllinn eins og Blikarnir gerðu. Framarar jöfnuðu loks á 78 mínútu þegar Ívar Björnsson skoraði úr miðjum vítateig eftir sendingu Sam Tillen. 2-2 og nú þurftu Blikarnir að sækja. Á 91 mínútu fékk Alfreð Finnbogason sankallað dauðfæri einn gegn Hannesi en skotið var bein á Hannes og þar fór síðasta tækifæri leiksins í súginn. Niðustaðan 2-2 jafntefli og líklega er að úrslit sem bæði lið geta sætt sig við miðað við gang leiksins þó vissulega sé það súrt fyrir Blikana að glutra forskotinu niður í seinni hálfleik.Breiðablik-Fram 2-2 1-0 Guðmundur Pétursson (33.) 2-0 Alfreð Finnbogason (47.) 2-1 Guðmundur Magnússon (65.) 2-2 Ívar Björnsson (78.) Áhorfendur: 1186 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 8-10 (7-6) Varin skot: Ingvar 4 - Hannes 4 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 19-17 Rangstöður: 0-3Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Elfar Helgason 6 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 7 - Maður leiksins * Jökull Elísarbetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 5 Kristinn Steinsdórsson 6 (Guðmundur Kristjánsson 63 min) 6 Haukur Baldvinsson 7 (Olgeir Sigurgeirsson 83 min) - Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 6Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 6 Tómas Leifsson 7 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Tómas Leifsson 7 Hjálmar Þórarinsson 7 (Guðmundur Magnússon 7) 54 min Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Breiðablik og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld. Ívar Björnsson tryggði Fram jafntefli með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin áttu ólíku gengi að fagna í fyrstu umferðinni . Fram með sigur en Blikar með 0 stig eftir tap gegn Keflavík. Fyrri hálfleikur var ekki til útflutnings og kæmi mér ekki á óvart ef kvöldsvæfir áhorfendur hefðu jafnvel dottað yfir fyrri hálfleik. Þó hafa þeir líklegast rumskað við þegar fyrsta mark kvöldsins leit ljós á 33 mínútu. Þar var að verki Guðmundur Pétursson eftir góðan undirbúning Hauks Baldvinssonar. Þegar leikmenn gengu til búningsherberga var umrætt mark nánast það eina markverða sem gerst hafði í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var þó öllu fjörlegri og hann var varla hafinn þegar Alfreð Finnbogason smellti inn einu langskoti yfir Hannes í markinu. Staðan 2-0 og Blikar byrjaðir að brosa út í annað. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram sá sig knúinn til að gera einhverjar breytingar á leik Fram enda lítið gengið í sóknarleiknum. Guðmundur Magnússon var sendur á vettvang til að fríska upp á sóknarleikinn á 54 mínútu og sú skipting bar árangur þegar hann skallaði boltann í netið efti hornspyrnu. Framarar efldust við markið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna. Ólafur Helgi þjálfari Blika gerði ráðstafanir og það átti að verja forskotið. Guðmundur Kristjánsson kom inn á í stað Kristins Steindórssonar. Líklegast hefur leikskipulag Ólafs ekki falið í sér að falla jafn mikið aftur á völllinn eins og Blikarnir gerðu. Framarar jöfnuðu loks á 78 mínútu þegar Ívar Björnsson skoraði úr miðjum vítateig eftir sendingu Sam Tillen. 2-2 og nú þurftu Blikarnir að sækja. Á 91 mínútu fékk Alfreð Finnbogason sankallað dauðfæri einn gegn Hannesi en skotið var bein á Hannes og þar fór síðasta tækifæri leiksins í súginn. Niðustaðan 2-2 jafntefli og líklega er að úrslit sem bæði lið geta sætt sig við miðað við gang leiksins þó vissulega sé það súrt fyrir Blikana að glutra forskotinu niður í seinni hálfleik.Breiðablik-Fram 2-2 1-0 Guðmundur Pétursson (33.) 2-0 Alfreð Finnbogason (47.) 2-1 Guðmundur Magnússon (65.) 2-2 Ívar Björnsson (78.) Áhorfendur: 1186 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 8-10 (7-6) Varin skot: Ingvar 4 - Hannes 4 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 19-17 Rangstöður: 0-3Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Elfar Helgason 6 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 7 - Maður leiksins * Jökull Elísarbetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 5 Kristinn Steinsdórsson 6 (Guðmundur Kristjánsson 63 min) 6 Haukur Baldvinsson 7 (Olgeir Sigurgeirsson 83 min) - Alfreð Finnbogason 6 Guðmundur Pétursson 6Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 6 Tómas Leifsson 7 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Tómas Leifsson 7 Hjálmar Þórarinsson 7 (Guðmundur Magnússon 7) 54 min
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira