Umfjöllun: Þolinmæðisverk hjá Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 17. maí 2010 16:03 Willum Þór, þjálfari Keflavíkur, gat fagnað eftir leikinn í kvöld. Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson á 81. Mínútu. Leikurinn minnti um margt á síðustu viðureign þessara liða en þá vann Keflavík einnig 1-0 sigur með marki seint í leiknum. Grindvíkingar voru án tveggja sinna bestu manna, varnarmannsins Auðuns Helgasonar og sóknarmannsins frá Gabon, Gilles Mbang Ondo. Þeirra var saknað í kvöld, þá sérstaklega Gilles en hann skoraði langflest mörk liðsins á undirbúningstímabilinu. Lúkas Kostic stillti sínu liði upp með ansi varnarsinnuðum hætti og lét reyna á þolinmæði gestana. Þolinmæði þeirra brast hins vegar ekki og þeir fögnuðu sigri í leikslok. Keflvíkingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en lítið vit var í flestum skottilraunum þeirra og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann varði þó vel í eitt skipti þegar Magnús Þórir Matthíasson fékk gott færi á markteig. Grindvíkingar voru líflegri í seinni hálfleiknum og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Eftir eina þeirra fékk Scott Ramsey mjög gott færi eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar en Ómar Jóhannsson varði vel. Þá fékk Jósef Kristinn dauðafæri en var of lengi að athafna sig og Magnús Þórir hljóp hann uppi. Mark varamannsins Jóhanns skildi liðin að en hann skoraði eftir flotta rispu hjá Guðjóni Árna Antoníussyni. Við þetta virtust heimamenn leggja árar í bát og Keflvíkingar voru nær því að bæta við undir lokin en þeir að jafna. Tveir sterkir sigrar hjá Keflvíkingum á erfiðum útivöllum í byrjun móts en Grindvíkingar eru hinsvegar án stiga. Þess má geta að 1.568 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld og er það áhorfendamet á Grindavíkurvelli. Þetta tap fór greinilega illa í marga Grindvíkinga, þar á meðal starfsfólk vallarins en öryggisverðir á vellinum reyndu að hindra blaðamann í að taka viðtöl eftir leik og gekk einn það langt að rífa harkalega í hann. Grindavík - Keflavík 0-10-1 Jóhann B. Guðmundsson (81.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Óskar 4 - Ómar 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-18 Rangstöður: 4-4Áhorfendur: 1.568Dómari: Kristinn Jakobsson 7Grindavík (5-4-1): Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 5 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 - Maður leiksins Loic Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriksson 5 Óli Baldur Bjarnason 5 (61. Grétar Ólafur Hjartarson 6) Scott Ramsey 6 (77. Sveinbjörn Jónasson -)Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Þorsteinsson 3 (74. Jóhann B. Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 5 Hörður Sveinsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson á 81. Mínútu. Leikurinn minnti um margt á síðustu viðureign þessara liða en þá vann Keflavík einnig 1-0 sigur með marki seint í leiknum. Grindvíkingar voru án tveggja sinna bestu manna, varnarmannsins Auðuns Helgasonar og sóknarmannsins frá Gabon, Gilles Mbang Ondo. Þeirra var saknað í kvöld, þá sérstaklega Gilles en hann skoraði langflest mörk liðsins á undirbúningstímabilinu. Lúkas Kostic stillti sínu liði upp með ansi varnarsinnuðum hætti og lét reyna á þolinmæði gestana. Þolinmæði þeirra brast hins vegar ekki og þeir fögnuðu sigri í leikslok. Keflvíkingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en lítið vit var í flestum skottilraunum þeirra og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann varði þó vel í eitt skipti þegar Magnús Þórir Matthíasson fékk gott færi á markteig. Grindvíkingar voru líflegri í seinni hálfleiknum og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Eftir eina þeirra fékk Scott Ramsey mjög gott færi eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar en Ómar Jóhannsson varði vel. Þá fékk Jósef Kristinn dauðafæri en var of lengi að athafna sig og Magnús Þórir hljóp hann uppi. Mark varamannsins Jóhanns skildi liðin að en hann skoraði eftir flotta rispu hjá Guðjóni Árna Antoníussyni. Við þetta virtust heimamenn leggja árar í bát og Keflvíkingar voru nær því að bæta við undir lokin en þeir að jafna. Tveir sterkir sigrar hjá Keflvíkingum á erfiðum útivöllum í byrjun móts en Grindvíkingar eru hinsvegar án stiga. Þess má geta að 1.568 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld og er það áhorfendamet á Grindavíkurvelli. Þetta tap fór greinilega illa í marga Grindvíkinga, þar á meðal starfsfólk vallarins en öryggisverðir á vellinum reyndu að hindra blaðamann í að taka viðtöl eftir leik og gekk einn það langt að rífa harkalega í hann. Grindavík - Keflavík 0-10-1 Jóhann B. Guðmundsson (81.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Óskar 4 - Ómar 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-18 Rangstöður: 4-4Áhorfendur: 1.568Dómari: Kristinn Jakobsson 7Grindavík (5-4-1): Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 5 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 - Maður leiksins Loic Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriksson 5 Óli Baldur Bjarnason 5 (61. Grétar Ólafur Hjartarson 6) Scott Ramsey 6 (77. Sveinbjörn Jónasson -)Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Þorsteinsson 3 (74. Jóhann B. Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 5 Hörður Sveinsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira