Íslenski boltinn

Bjarni sækir ekki stigin á Fylkisvöllinn síðan að hann hætti með Fylki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán
Bjarni Jóhannsson hefur ekki náð að vinna á Fylkisvellinum síðan hann hætti sem þjálfari Fylkisliðsins fyrir að verða níu árum síðan. Liðin hans Bjarna, Grindavík (2002-2003) og Stjarnan (2009-2010) hafa tapað öllum leikjum sínum í Árbænum.

Bjarni er sá þjálfari sem festi Fylkismennn í sessi í efstu deild en undir hans stjórn hélt liðið sér í fyrsta sinn í úrvalsdeild (2000), náði sínum besta árangri frá upphafi (2. sæti 2000) og vann sínn fyrsta titil (bikarmeistarar 2001).

Bjarni hætti með Fylkisliðið eftir tímabilið 2001 og hefur síðan komið fimm sinnum með sín lið í heimsókn í Árbæinn en í öll fimm skiptin hafa liðin hans Bjarna tapað nú síðast töpuðu Stjörnumenn 1-3 í Árbænum í gær.

Stjarnan tapaði einnig báðum leikjum sínum á Fylkisvellinum í fyrra þar á meðal 7-3 í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar þrátt fyrir að hafa komist í 3-0 á fyrstu 14 mínútum leiksins.

Heimsóknir liða Bjarna í Árbæinn:

19. júní 2002 Fylkir-Grindavík 2-0

26. maí 2003 Fylkir-Grindavík 2-0

18. júní 2009 (bikar) Fylkir-Stjarnan 7-3

9. ágúst 2009 Fylkir-Stjarnan 2-1

16. maí 2010 Fylkir-Stjarnan 3-1

Samantekt:

Leikir 5

Sigrar 0

Töp 5

Mörk skoruð 5

Mörk fengin á sig 16

Markatala -11




Fleiri fréttir

Sjá meira


×