Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Erfitt að sætta sig við að missa þetta niður

Ari Erlingsson skrifar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks. Mynd/Valli

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks var súr í leikslok eftir að Breiðablik missti unninn leik úr höndunum gegn Fram.

„Ég er ekki alveg sáttur við leikinn, og hefði viljað vinna leikinn. Við höfum séð leiki á milli þessara liða síðustu ár og þeir hafa verið mjög jafnir og það er erfitt að sætta sig við að missa þetta niður, sérstaklega þegar við erum komnir með góða forystu og ágætis tök á leiknum.

Þá fara þeir að sækja svolítið á okkur og það grípur um sig einhver hræðsla hjá okkur. Við urðum passívir og köstum þessu frá okkur. Ég reyndi að gera breytingar til að koma í veg fyrir það að við myndum síga niður"

Blikarnir áttu það til síðasta sumar að missa unna leiki niður en Ólafur er ákveðinn í því að láta slíka hluti ekki endurtaka sig.

„Það voru margir leikir í byrjun síðasta sumar sem við misstum niður en við náðum að stoppa fyrir þann leka í lok tímabilsins. Hvort að þessi leki sé kominn aftur veit ég ekki, en ef svo er þá verðum við bara að vinna í því."

Ólafur segist sjá framför á liðinu frá síðasta leik.

„Leikurinn í heild var betri en gegn Keflavík. Meira vinnuframlag og kraftur en það vantar enn þá töluvert"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×