Íslenski boltinn

Heimir: Sanngjarn sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir Guðjónsson og Björn Daníel Sverrisson.
Heimir Guðjónsson og Björn Daníel Sverrisson.

„Mér fannst það alltaf liggja í loftinu að við gætum skorað í þessum leik. Við gerðum það og unnum þetta sanngjarnt 1-0," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 1-0 sigurinn á Haukum í kvöld.

„Við vorum sprækir á kafla í fyrri hálfleik þar sem við náðum að láta boltann ganga og komumst út á vængina. Fyrirgjafirnar voru ekki nægilega góðar. Haukar eru með hörkulið og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu."

„Þetta var í fyrsta sinn síðan 1976 sem liðin mætast og það er eðlilegt að það taki tíma fyrir menn að fóta sig inni á vellinum. Það var töluvert um færi í þessum leik þó maður hafi oft séð betri fótbolta," sagði Heimir.

„Stemningin á pöllunum var frábær og ef allir leikir á Íslandi væru svona þá væri gaman. Mér fannst þetta sanngjarnt, við fengum ágætis færi og þetta er á uppleið hjá okkur. Ég sá framfarir frá síðasta leik."

Björn Daníel Sverrisson skoraði eina markið í leiknum. „Það er alltaf gaman að skora sigurmark og sérstaklega gegn Haukunum. Mér fannst Haukar koma betur stemmdir í þetta en við unnum leikinn," sagði Björn Daníel eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×