Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar hvernig lánastofnanir geti áfram boðið fasteignalán. Lánastofnanir hafa flestar stöðvað lánveitingar tímabundið vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“

Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ekki bara smá eyða, þetta er risa­stórt gat“

Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir til­valin í­búða­svæði opnast með Sunda­braut

Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka.

Innlent
Fréttamynd

Laga­leg ó­vissa og kaup­endur byrjaðir að fá nei frá bankanum

Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggja þarf 5.500 í­búðir á Suður­landi á næstu 10 árum

Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ekkja í Hafnar­firði missti af í­búð þrátt fyrir sam­þykki

Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar.

Neytendur
Fréttamynd

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja heimili á markað en ekki upp­boð við nauðungar­sölu

Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­þátt­taka inn­flytj­enda meiri en Ís­lendinga en fjár­hags­staða verri

Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn

Ekki hafa liðið níu dagar frá byrjun skólaársins án þess að brotist hafi verið inn í Gamla Garð, stúdentaíbúðir við Háskóla Íslands. Íbúarnir settu upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan síðast var brotist inn en það er aftur komið niður í núll. Innbrotsþjófarnir létu til skarar skríða í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Telja dagana frá síðasta inn­broti

Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­eyris­forðinn ná­lægt billjón króna

Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styrkjum stöðu leigj­enda

Leigumarkaður fasteigna hér á landi er tiltölulega óþroskaður í samanburði við löndin í kringum okkur. Á undanförnum áratug hefur verkalýðshreyfingin staðið að uppbyggingu leiguíbúða þar sem húsnæði er byggt á hagkvæman hátt, án hagnaðarsjónarmiða.

Skoðun