Stóðhryssur ekki moldvörpur Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 25. júní 2025 14:31 Antílópur eru ekki heldur mýs. Þetta vita dýralæknar og þeir þekkja muninn á blóðhag dýra. Mér finnst ekki gaman að skrifa þessa grein, enda ekki mitt hlutverk að útskýra blóðtöku, en ég vil sannarlega varna íslenskum stóðhryssum frá því að vera attar auri sem illa haldin dýr. Þær eru það ekki. Og helst að þær fái að lifa. Markmiðið með greininni er að koma grunduðum upplýsingum til almennings. Fræðilegur hluti greinarinnar er yfirlesin af tveim dýralæknum. Helstu ósannindin sem almenningur hefur verið mataður á um blóðtökuna eru að folöldin séu óeðlilega lítil við slátrun af því hryssurnar geti ekki mjólkað eðlilega, að það sé tekið allt of mikið blóð, að hryssurnar séu í yfirliðum, deyjandi eða miður sín af skelfingu. Ég skil vel að fólk sé reitt ef það trúir þessu. Hryssurnar mjólka vel, enda hraustar. Fallþungi folalda við slátrun miðað við aldur þeirra hefur ekkert breyst, þær tölur eru til langt aftur í tímann. Atvinnuvegaráðuneytið fól Keldum árið 2022 að gera vísindarannsókn á áhrifum blóðtöku á blóðhag hryssnanna. Rannsóknin sýndi að hryssurnar standa sig vel og þær örfáu hryssur sem ná neðri viðmiðunarmörkum við fyrstu blóðtöku jafna sig fljótt. Niðurstaða rannsóknarinnar er að áhrifin eru mild og skammvinn. Nei hryssurnar eru hvorki í yfirliðum né deyja þær vegna blóðmagnsins sem er tekið. Þannig yrði aldrei farið með dýr hér. Stór hluti af áróðrinum hefur verið að þeim sé tekið of mikið blóð. Þar er bent á viðmið úr annarri rannsókn sem eiga við um blóðhag litilla nagdýra, sem og apakatta og smásvína sem haldin eru í búrum á tilraunastofum. Eftir því sem dýr eru smærri þeim mun viðkvæmara er jafnvægið á blóðbúskap þeirra og því eðlilegt að varúðarviðmið hjá þeim sé lægra en hjá stærri dýrum. Viðmið við smádýrin eru að taka ekki meira en 7,5% af blóðmagni þeirra vikulega – og árið um kring, semsagt í 52 skipti öll árin sem dýrinu er tekið blóð. Úr hryssunum okkar hér eru teknir 5 lítrar vikulega síðsumarsí mest 8 skipti, meðaltalið er 6 skipti. Það er um það bil 16-18% af blóði þeirra. En hér er það sem dýralæknar vita og þið þurfið líka að vita: þar sem hestar eru þróunarsögulega flóttadýr sem þurtu að þola að geta hlaupið lengi á berangri undan rándýrum, halda þeir verulegan varabirgðir af rauðum blóðkornum í miltanu til að grípa til og dæla út í blóðið. Blóðmyndun er því hröð. Svona er blóðhagur hesta, en ekki manna. Né músa. Hestar geyma um það bil 30% af blóði sínu sem tiltækan varaforða í miltanu og þetta er ein aðalástæðan fyrir að hryssurnar okkar þola blóðtökuna vel. Þetta truflar ekki blóðhaginn hjá þeim þannig að þær eigi erfitt að bæta sér það. En myndi trufla mýs. Og menn. Nei, þær eru ekki miður sín af skelfingu og ekki í lærðu hjálparleysi. Þær svara fyrir sig, eru pirraðar og leiðist þetta, frekar en annað. Eins og kindur þegar þær eru klaufaklipptar: finnst það ekki gaman. Eða hundar sem þarf að bursta flækurnar úr. Ekki gaman. Öllum dýrum finnst óþægilegt að láta setja höfuð sitt í þvingaða stöðu, líka hestum, hvort sem það er upp á við eða niður á við með taumtogun. En gagnvart hryssunum er það nauðsynlegt öryggis þeirra vegna. Svona vinna hryssurnar fyrir sér, sem búfé, örfáa daga á ári. Tilvik illrar meðferðar eru fá, enda tók það þrjú ár og fleiri hundruði klukkustunda upptökur með njósnabúnaði á fjölda bæja að finna fáein tilvik. Auðvitað á að taka á slíku, en tilvik illrar meðferðar eru ekki ástæða til að banna dýrahaldið. Þá þyrfti raunar að banna allt dýrahald. Já og barneignir. Höfum einnig í huga að þetta eru örfáar (mjög vel stílfærðar) mínútur, en upptökurnar mörg þúsund mínútur þar sem er ekkert að frétta. Ykkur er ekki sýnt það. Það er jafnframt ástæða til að skoða fleiri þætti áróðurs sem hefur verið borinn í ykkur frá Evrópu og næsta grein er um það. Stöndum með hryssunum. Látum ekki taka þær frá okkur. Já, bætum dýrahald, en gerum það með faglegri þekkingu að leiðarljósi. Ef þið viljið fá frumheimildir þá er ykkur velkomið að hafa samband. Höfundur var formaður Dýraverndarsambands Íslands og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Dýr Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Antílópur eru ekki heldur mýs. Þetta vita dýralæknar og þeir þekkja muninn á blóðhag dýra. Mér finnst ekki gaman að skrifa þessa grein, enda ekki mitt hlutverk að útskýra blóðtöku, en ég vil sannarlega varna íslenskum stóðhryssum frá því að vera attar auri sem illa haldin dýr. Þær eru það ekki. Og helst að þær fái að lifa. Markmiðið með greininni er að koma grunduðum upplýsingum til almennings. Fræðilegur hluti greinarinnar er yfirlesin af tveim dýralæknum. Helstu ósannindin sem almenningur hefur verið mataður á um blóðtökuna eru að folöldin séu óeðlilega lítil við slátrun af því hryssurnar geti ekki mjólkað eðlilega, að það sé tekið allt of mikið blóð, að hryssurnar séu í yfirliðum, deyjandi eða miður sín af skelfingu. Ég skil vel að fólk sé reitt ef það trúir þessu. Hryssurnar mjólka vel, enda hraustar. Fallþungi folalda við slátrun miðað við aldur þeirra hefur ekkert breyst, þær tölur eru til langt aftur í tímann. Atvinnuvegaráðuneytið fól Keldum árið 2022 að gera vísindarannsókn á áhrifum blóðtöku á blóðhag hryssnanna. Rannsóknin sýndi að hryssurnar standa sig vel og þær örfáu hryssur sem ná neðri viðmiðunarmörkum við fyrstu blóðtöku jafna sig fljótt. Niðurstaða rannsóknarinnar er að áhrifin eru mild og skammvinn. Nei hryssurnar eru hvorki í yfirliðum né deyja þær vegna blóðmagnsins sem er tekið. Þannig yrði aldrei farið með dýr hér. Stór hluti af áróðrinum hefur verið að þeim sé tekið of mikið blóð. Þar er bent á viðmið úr annarri rannsókn sem eiga við um blóðhag litilla nagdýra, sem og apakatta og smásvína sem haldin eru í búrum á tilraunastofum. Eftir því sem dýr eru smærri þeim mun viðkvæmara er jafnvægið á blóðbúskap þeirra og því eðlilegt að varúðarviðmið hjá þeim sé lægra en hjá stærri dýrum. Viðmið við smádýrin eru að taka ekki meira en 7,5% af blóðmagni þeirra vikulega – og árið um kring, semsagt í 52 skipti öll árin sem dýrinu er tekið blóð. Úr hryssunum okkar hér eru teknir 5 lítrar vikulega síðsumarsí mest 8 skipti, meðaltalið er 6 skipti. Það er um það bil 16-18% af blóði þeirra. En hér er það sem dýralæknar vita og þið þurfið líka að vita: þar sem hestar eru þróunarsögulega flóttadýr sem þurtu að þola að geta hlaupið lengi á berangri undan rándýrum, halda þeir verulegan varabirgðir af rauðum blóðkornum í miltanu til að grípa til og dæla út í blóðið. Blóðmyndun er því hröð. Svona er blóðhagur hesta, en ekki manna. Né músa. Hestar geyma um það bil 30% af blóði sínu sem tiltækan varaforða í miltanu og þetta er ein aðalástæðan fyrir að hryssurnar okkar þola blóðtökuna vel. Þetta truflar ekki blóðhaginn hjá þeim þannig að þær eigi erfitt að bæta sér það. En myndi trufla mýs. Og menn. Nei, þær eru ekki miður sín af skelfingu og ekki í lærðu hjálparleysi. Þær svara fyrir sig, eru pirraðar og leiðist þetta, frekar en annað. Eins og kindur þegar þær eru klaufaklipptar: finnst það ekki gaman. Eða hundar sem þarf að bursta flækurnar úr. Ekki gaman. Öllum dýrum finnst óþægilegt að láta setja höfuð sitt í þvingaða stöðu, líka hestum, hvort sem það er upp á við eða niður á við með taumtogun. En gagnvart hryssunum er það nauðsynlegt öryggis þeirra vegna. Svona vinna hryssurnar fyrir sér, sem búfé, örfáa daga á ári. Tilvik illrar meðferðar eru fá, enda tók það þrjú ár og fleiri hundruði klukkustunda upptökur með njósnabúnaði á fjölda bæja að finna fáein tilvik. Auðvitað á að taka á slíku, en tilvik illrar meðferðar eru ekki ástæða til að banna dýrahaldið. Þá þyrfti raunar að banna allt dýrahald. Já og barneignir. Höfum einnig í huga að þetta eru örfáar (mjög vel stílfærðar) mínútur, en upptökurnar mörg þúsund mínútur þar sem er ekkert að frétta. Ykkur er ekki sýnt það. Það er jafnframt ástæða til að skoða fleiri þætti áróðurs sem hefur verið borinn í ykkur frá Evrópu og næsta grein er um það. Stöndum með hryssunum. Látum ekki taka þær frá okkur. Já, bætum dýrahald, en gerum það með faglegri þekkingu að leiðarljósi. Ef þið viljið fá frumheimildir þá er ykkur velkomið að hafa samband. Höfundur var formaður Dýraverndarsambands Íslands og vinnur að stofnun nýs félagsafls í þágu dýravelferðar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun