Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2025 16:12 Í lok myndskeiðsins dettur Guðmundur af baki. TikTok Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur beðist afsökunar á harkalegri meðferð á hesti sem hann sat, við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Myndband af athæfinu hefur mætt mikilli gagnrýni, og hann verið sakaður um dýraníð. Hann segir það fjarri lagi. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést Guðmundur sitja ber að ofan á baki hestsins með skjöld í hönd, og slíðrað sverð við síðuna. Við myndbandið skrifar hann „Við ríðum út. Tónlistarmyndband á spotify & insta & yt.“ Guðmundur sést í myndbandinu rykkja fast í tauminn og fæla hestinn undan sér með ógætilegu reiðlagi með þeim afleiðingum að hann dettur af baki. „Það var nú alls alls ekki ætlun mín að meiða hestinn ég bara hélt alls ekki rétt á taumnum, biðst velvirðingar og þykir hjartanlega leitt hvað þetta fór í brjóstið á mörgum,“ skrifar Guðmundur, iðulega kallaður Gummi Emil, í færslu á samfélagsmiðlum. Blóðmerahald hið raunverulega dýraníð Nokkur fjöldi TikTok-notenda hefur í athugasemdum við myndbandið sagt að um dýraníð sé að ræða. Því er Guðmundur ekki sammála. Nær væri að tala um saklaus mistök, sem hafi falist í því að æfa sig ekki nóg áður en farið var á bak. Skjáskot af færslunni sem Guðmundur Emil birti. „Ef eitthvað er dýraníð þa eru það blóðmerar og þegar það er verið að dæla blóði úr þeim lifandi! Það er eitthvað sem ég hef mikla andstyggð á. Ég bað hestinn afsökunar eftirá og ég og hann sættumst! Hann er búinn að fyrirgefa mér.“ Að öllu gríni slepptu segir Guðmundur að atvikið hafi verið óþægilegt fyrir hestinn í um tíu sekúndur. „Ímyndið ykkur hvað hestar hafa upplifað margt verra í tökum á bíómyndum ofl. Ást og friður.“ Dýr Samfélagsmiðlar Hestar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést Guðmundur sitja ber að ofan á baki hestsins með skjöld í hönd, og slíðrað sverð við síðuna. Við myndbandið skrifar hann „Við ríðum út. Tónlistarmyndband á spotify & insta & yt.“ Guðmundur sést í myndbandinu rykkja fast í tauminn og fæla hestinn undan sér með ógætilegu reiðlagi með þeim afleiðingum að hann dettur af baki. „Það var nú alls alls ekki ætlun mín að meiða hestinn ég bara hélt alls ekki rétt á taumnum, biðst velvirðingar og þykir hjartanlega leitt hvað þetta fór í brjóstið á mörgum,“ skrifar Guðmundur, iðulega kallaður Gummi Emil, í færslu á samfélagsmiðlum. Blóðmerahald hið raunverulega dýraníð Nokkur fjöldi TikTok-notenda hefur í athugasemdum við myndbandið sagt að um dýraníð sé að ræða. Því er Guðmundur ekki sammála. Nær væri að tala um saklaus mistök, sem hafi falist í því að æfa sig ekki nóg áður en farið var á bak. Skjáskot af færslunni sem Guðmundur Emil birti. „Ef eitthvað er dýraníð þa eru það blóðmerar og þegar það er verið að dæla blóði úr þeim lifandi! Það er eitthvað sem ég hef mikla andstyggð á. Ég bað hestinn afsökunar eftirá og ég og hann sættumst! Hann er búinn að fyrirgefa mér.“ Að öllu gríni slepptu segir Guðmundur að atvikið hafi verið óþægilegt fyrir hestinn í um tíu sekúndur. „Ímyndið ykkur hvað hestar hafa upplifað margt verra í tökum á bíómyndum ofl. Ást og friður.“
Dýr Samfélagsmiðlar Hestar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira