Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fyrrum leikmaður Liverpool hraunar yfir Paul Pogba | Myndband

Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool og írska landsliðsins, virðist hafa fundið ástæðu fyrir slæmu gengi Manchester United á leiktíðinni. Þetta er allt Paul Pogba kenna. McAteer starfar í dag hjá beIn Sports, sem er staðsett í Katar. Þá telur hann að Ole Gunnar Solskjær sé ekki rétti maðurinn í starfið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tranmere Rovers vann Watford | Mæta Man Utd á sunnudaginn

Tranmere Rovers, sem leikur í League 1 eða C-deild ensku knattspyrnunnar gerði sér lítið fyrir og lagði úrvalsdeildarlið Watford í FA bikarnum í kvöld eftir framlengdan leik en liðin voru að mætast í endurteknum leik eftir að hafa gert jafntefli síðast. Lokatölur kvöldsins 2-1 og Tranmere Rovers því að fara mæta Manchester United á sunnudaginn kemur. Leikurinn fer fram á Prenton Park, heimavelli Tranmere.

Enski boltinn
Fréttamynd

Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi

Javier Hernandez eða "Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári.

Fótbolti