Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Anna Björk til Inter

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Inter á Ítalíu. Hún skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum

Ítalska knattspyrnusambandið, FIGC, hefur farið fram á það við ítölsk stjórnvöld að leyfa auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum innan fótboltans þar í landi. Það geti hjálpað ítölskum félagsliðum að vinna sig út úr fjárhagsvandræðum sem kórónuveirufaraldurinn hafi valdið.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú

Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfeikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar.Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

UEFA hyggst refsa enska knattspyrnusambandinu

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur lagt fram mál gegn enska knattspyrnusambandinu vegna slakrar öryggisgæslu á úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM karla í fótbolta á Wembley í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag

Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst

Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur: Ég er mjög pirraður

Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok.

Íslenski boltinn