Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Özil hæddist að Arteta eftir tapið

Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle

Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfreð á bekknum í stórtapi

Alfreð Finnbogason sat allan leikinn á varamannabekk Augsburgar sem tapaði 4-1 fyrir Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann kom aftur inn í leikmannahóp liðsins eftir meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum að líta í spegil“

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jafnt hjá Birki og félögum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði síðasta korterið fyrir lið sitt Adana Demirspor sem gerði 1-1 jafntefli við Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon byrjar tímabilið á sigri án Söru

Olympique Lyonnais, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hóf tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3-0 sigri á Stade de Reims. Lyon freistar þess að endurheimta franska meistaratitilinn frá Paris Saint-Germain.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór kom við sögu í tapi Venezia

Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Venezia er liðið tapaði 3-0 fyrir Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Hinir tveir Íslendingarnir í röðum Feneyjaliðsins voru ekki í leikmannahópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gefur öllum aukna von

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ólympíu­hetja í markið hjá PSG

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa sótt Stephanie Labbé í markið. Hún kemur frá sænska liðinu Rosengård en hún gekk í raðir þess fyrr á þessu ári. Skrifaði hún undir eins árs samning í París.

Fótbolti
Fréttamynd

Ron­aldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United

Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. 

Enski boltinn