Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mjög ungt byrjunarlið Liverpool í FA bikarnum

Liverpool mætir Shrewsbury í ensku bikarkeppninni klukkan 14:00 í dag. Athygli vekur að Liverpool stillir upp byrjunarliði sem inniheldur mjög unga leikmenn en liðið hefur misst menn í Afríkukeppnina og svo eru nokkrir frá vegna kórónuveirunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Óbólusettum meinað að spila eftir ferðalög?

Svo gæti farið að til þess að mega spila leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir ferðalög út fyrir Bretland þá þurfi leikmenn að vera fullbólusettir, annars þurfa þeir að sæta sóttkví í 10 daga. Þetta segir menningarmálaráðherra Bretlands, Nadine Dorries.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema með mark númer 300 í auðveldum sigri

Eftir tap í fyrsta deildarleik ársins þá sneri Real Madrid taflinu við og unnu góðan sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni, La liga, í kvöld. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og urðu lokatölur 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Mögnuð endurkoma Dortmund

Borussia Dortmund vann ótrúlegan sigur á Eintracht Frankfurt í þýsku Bundesligunni í kvöld. Liðið lenti 2-0 undir en vann leikinn á ótrúlegan hátt 2-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona missteig sig enn og aftur

Stórlið Barcelona lenti í vandræðum með Granada í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Börsungar hafa farið ágætlega af stað undir stjórn Xavi en lokatölur í þessum leik voru 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Bale gæti lagt skóna á hilluna ef Wales kemst ekki á HM

Knattspyrnumaðurinn Gareth Bale íhugar að leggja skóna á hilluna komist Wales ekki á lokamót HM sem haldið verður í Katar í desember. Komist Wales hins vegar á HM gæti þessi fyrrum dýrasti knattspyrnumaður heims snúið aftur til heimalandsins og leikið þar með liði í ensku 1. deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Antonio framlengir við West Ham

Jamaíski framherjinn Michail Antonio skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. Antonio verður því hjá félaginu til 2024.

Enski boltinn
Fréttamynd

Conte: Dyrnar standa Eriksen alltaf opnar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að dyrnar standi Christian Eriksen alltaf opnar ef leikmaðurinn vill æfa til að elta draum sinn um að spila á HM í Katar í lok þessa árs.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bestu þjálfarar heims tilnefndir

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur tilkynnt hvaða sex þjálfarar koma til greina í valinu á bestu þjálfurum ársins árið 2021. Verðlaunin eru veitt í karla- og kvennaflokki.

Fótbolti
Fréttamynd

Besta knattspyrnufólk heims tilnefnt

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur tilkynnt hvaða þrjár knattspyrnukonur og hvaða þrír knattspyrnukarlar koma til greina í valinu á knattspyrnufólki árið 2021.

Fótbolti