Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Komast ekki á­fram nema þeir séu á skjánum

Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­rael sendir kvörtun til EBU

Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 

Lífið
Fréttamynd

Næsta lag fjalli um hið ís­lenska gufu­bað

Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Söngva­keppnin og stríðs­rekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“

Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma.

Lífið
Fréttamynd

VÆB opnar verslun í Kringlunni

Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenski Eurovision-hópurinn lagður af stað

Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið.

Lífið
Fréttamynd

Gengst við kókaínfíkn sinni

Eurovision-sigurvegarinn Måns viðurkennir að hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hafa áður neitað því. Fyrrverandi eiginkona Måns sakaði hann um vímuefnaneyslu, framhjáhöld og ofbeldi. Måns neitar því að hafa beitt fjölskyldu sína ofbeldi og segist ekki hafa neytt vímuefna fyrir framan börn sín.

Lífið
Fréttamynd

Syngja Húsa­vík á Húsa­vík með stúlknakórnum

Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður

Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 

Lífið
Fréttamynd

Flugan í ídýfunni

Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman.

Skoðun
Fréttamynd

Í skýjunum með að vera fyrstir

„Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það.

Tónlist
Fréttamynd

VÆB-bræður fyrstir á svið í Euro­vision

Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí.

Lífið