Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2025 07:40 VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ár. Vísir/Hulda Margrét Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt niðurstöðunni eru nær 15 prósent landsmanna mótfallin þátttöku í keppninni óháð þátttöku Ísrael og sex prósent eru almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður meinuð þátttaka. Í tilkynningu frá Gallup segir að í lok septembermánaðar hafi stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva boðað til atkvæðagreiðslu aðildarríkja söngvakeppninnar Eurovision um þátttöku Ísrael í henni. „Atkvæðagreiðslan fer fram í byrjun nóvember og er boðuð í kjölfar þess að nokkur þátttökulönd hafa þrýst á sambandið að meina Ísrael þátttöku og einhver hafa tilkynnt að þau dragi sig annars úr keppni. Forysta RÚV hefur gefið í skyn að þau muni ólíklega taka þátt í keppninni verði Ísrael með og að þau muni líklega greiða atkvæði gegn þátttöku Ísrael en hefur ekki gefið afgerandi svör. Útvarpsstjórar norðurlandanna koma saman á næstu dögum og haft er eftir stjórnarformanni RÚV að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort stofnunin greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki,“ segir í tilkynningunni. Áfram segir að í byrjun síðasta árs hafi legið fyrir að Ísland tæki þátt í keppninni í fyrra en gagnrýnisraddir voru uppi um það vegna þátttöku Ísrael. Könnun Gallup á viðhorfi landsmanna sýndi að þá voru rúmlega þrír af hverjum tíu fylgjandi þátttöku Íslands en nær helmingur andvígur. „Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf karla en kvenna til þess hvort Ísland eigi að taka þátt eða ekki. Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt mótfallnari þátttöku í keppninni en íbúar höfuðborgarsvæðisins, óháð þátttöku Ísrael. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun að baki til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með. Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Fólk með lægstar fjölskyldutekjur er frekar almennt mótfallið þátttöku Íslands í keppninni en fólk með hærri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú eru líklegust til að vera hlynnt þátttöku Íslands í keppninni óháð þátttöku Ísrael. Þau sem kysu Samfylkinguna eða Viðreisn eru líklegust til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 18. september til 2. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.748 og þátttökuhlutfall var 46,8 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt niðurstöðunni eru nær 15 prósent landsmanna mótfallin þátttöku í keppninni óháð þátttöku Ísrael og sex prósent eru almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður meinuð þátttaka. Í tilkynningu frá Gallup segir að í lok septembermánaðar hafi stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva boðað til atkvæðagreiðslu aðildarríkja söngvakeppninnar Eurovision um þátttöku Ísrael í henni. „Atkvæðagreiðslan fer fram í byrjun nóvember og er boðuð í kjölfar þess að nokkur þátttökulönd hafa þrýst á sambandið að meina Ísrael þátttöku og einhver hafa tilkynnt að þau dragi sig annars úr keppni. Forysta RÚV hefur gefið í skyn að þau muni ólíklega taka þátt í keppninni verði Ísrael með og að þau muni líklega greiða atkvæði gegn þátttöku Ísrael en hefur ekki gefið afgerandi svör. Útvarpsstjórar norðurlandanna koma saman á næstu dögum og haft er eftir stjórnarformanni RÚV að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort stofnunin greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki,“ segir í tilkynningunni. Áfram segir að í byrjun síðasta árs hafi legið fyrir að Ísland tæki þátt í keppninni í fyrra en gagnrýnisraddir voru uppi um það vegna þátttöku Ísrael. Könnun Gallup á viðhorfi landsmanna sýndi að þá voru rúmlega þrír af hverjum tíu fylgjandi þátttöku Íslands en nær helmingur andvígur. „Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf karla en kvenna til þess hvort Ísland eigi að taka þátt eða ekki. Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt mótfallnari þátttöku í keppninni en íbúar höfuðborgarsvæðisins, óháð þátttöku Ísrael. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun að baki til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með. Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Fólk með lægstar fjölskyldutekjur er frekar almennt mótfallið þátttöku Íslands í keppninni en fólk með hærri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú eru líklegust til að vera hlynnt þátttöku Íslands í keppninni óháð þátttöku Ísrael. Þau sem kysu Samfylkinguna eða Viðreisn eru líklegust til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 18. september til 2. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.748 og þátttökuhlutfall var 46,8 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33
Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00