Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Morten Gamst eftirsóttur

    Norski landsliðsmaðurinn, Morten Gamst Pedersen, er eftirsóttur af 5 stórliðum í Englandi. Þetta segir Rune Hauge, umboðsmaður leikmannsins. Manchester United, Chelsea, Arsenal, Liverpool og Tottenham eru öll á eftir kappanum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham og Newcastle ná samkomulagi

    West Ham og Newcastle hafa nú náð samkomulagi um verð á miðvallarleikmanninum Scott Parker. Parker, sem hafði aðeins spilað eina leiktíð með Newcastle kom frá Chelsea, en þar hafði honum mistekist að sanna sig.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    David Gill: Þetta gætu verið einu kaupin

    David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að sennilega hafi liðið klárað sín leikmannakaup síðastliðinn sólarhring. Í gær tilkynnti félagið að þeir hafi fest kaup á efnilegu Nani og Anderson og svo fylgdu kaupin á Owen Hargreaves í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Meðallaun í ensku úrvalsdeildinni 135 milljónir

    Meðallaun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni munu hækka um 9% á næstu leiktíð í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga og þá verða meðallaun leikmanna í deildinni kominn upp í um 135 milljónir króna fyrir leiktíðina. Búist er við því að á næstu þremur árum eigi fyrsti knattspyrnumaðurinn á Englandi eftir að ná sér í 10 milljón punda laun fyrir árið - eða 1,2 milljarða.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ranieri þegar farinn að hugsa um Manchester City

    Þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma segir að það sé freistandi tilhugsun að taka við Manchester City á Englandi og gera þar viðlíka hluti og hann gerði þegar hann tók við Chelsea á sínum tíma. Ranieri hefur verið boðinn nýr samningur hjá ítalska félaginu, en viðurkennir að það gæti verið spennandi að fara aftur til Englands og er þegar farinn að leggja línurnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United kaupir Owen Hargreaves

    Manchester United hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Owen Hargreaves frá Bayern Munchen. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda og gengur hann í raðir enska félagsins þann 1. júlí næstkomandi. Hargreaves er 26 ára og hefur skrifað undir samning sem sagður er vera til fimm ára.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið í enska í dag

    Margt er að gerjast í enska boltanum þessa daganna. Íslendingaliðið West Ham situr ekki auðum höndum og nú er sagt frá því að miðjumaður Newcastle, Scott Parker, sé á leið til liðsins. Búist er við því að samningar um það gangi í gegn strax á morgun. Og þá er Thierry Henry vitanlega orðaður við Barcelona. Hérna er samantekst BBC á slúðrinu í ensku blöðunum í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lennon fór í aðgerð í dag

    Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon fór í aðgerð í dag eftir að hann varð fyrir meiðslum á hné í leik með enska b-landsliðinu á dögunum. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg en hann verður þó að taka sér hlé frá æfingum um nokkurn tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham sagt hafa boðið í Scott Parker

    Sky fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Íslendingalið West Ham sé búið að gera 8,5 milljón punda tilboð í Scott Parker, fyrirliða Newcastle. Sam Allardyce er sagður tilbúinn að selja hann fyrir rétt verð og Alan Curbishley stjóri West Ham ku hafa miklar mætur á leikmanninum síðan þeir störfuðu saman hjá Charlton á sínum tíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United að kaupa Nani og Anderson

    Manchester United á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum sínum á tveimur ungum leikmönnum sem spilað hafa í Portúgal. Þetta eru 19 ára gamli Brasilíumaðurinn Anderson hjá Porto og hinn tvítugi Nani hjá Sporting Lissabon. Þeir eiga aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu og reiknað er með því að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves semji einnig við United á næstu dögum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ranson hættur við að kaupa City

    Ray Ranson hefur dregið kauptilboð sitt í knattspyrnufélagið Manchester City til baka. Ranson er 46 ára gamall og er fyrrverandi leikmaður félagsins. Hann hefur átt í viðræðum við stjórn félagsins að undanförnu en í tilkynningu frá kauphöllinni í dag sagði að Ranson hefði dregið tilboð sitt til baka.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ambramovich er ekki hættur að eyða

    Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich segir ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi undanfarið þess efnis að hann hafi ákveðið að hætta að eyða peningum í Chelsea. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og er metinn á hátt í 10 milljarða punda skv Forbes Magazine.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Portsmouth kaupir Muntari fyrir metfé

    Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Sulley Muntari frá Udinese fyrir 7 milljónir punda. Muntari er 22 ára gamall landsliðsmaður Gana og er þetta hæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann. Portsmouth hefur lengi verið á höttunum eftir Muntari og er hann þriðji leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir í sumar auk þeirra Hermanns Hreiðarssonar og Sylvain Distin.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Poll ósáttur við enska knattspyrnusambandið

    Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll sem leggur flautuna á hilluna um helgina, hefur farið hörðum orðum um vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins. Hann er ósáttur við þann litla stuðning sem hann fékk frá sambandinu þegar hann stóð í deilum við Chelsea í vetur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Giggs hættir með landsliðinu

    Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að spila sinn síðasta leik fyrir landslið Wales um helgina þegar liðið tekur á móti Tékkum í Cardiff í undankeppni EM. Giggs er 33 ára gamall og á að baki 64 landsleiki á 16 árum. Hann ætlar nú að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Oldham semur við fanga

    Enska knattspyrnuliðið Oldham hefur samið við leikmanninn Lee Hughes um að leika með liðinu, en það furðulega við það er að árið 2004 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Al Fayed lofar að opna budduna í sumar

    Auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed hefur lofað Lawrie Sanchez peningum til leikmannakaupa í sumar. Stjórnarformaðurinn er nú að halda upp á tíu ára afmæli sitt við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu, sem slapp naumlega við fall úr úrvalsdeildinni í vor.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hyypia: Ég er í náðinni hjá Benitez

    Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia segist ætla að klára samning sinn út næsta tímabil hjá Liverpool eftir að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez tilkynnti honum að hann væri inni í framtíðaráformum hans á næsta tímabili. Hyypia hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni undanfarið, þar á meðal Newcastle, Fulham og Reading.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slúðrið á Englandi í dag

    Bresku slúðurblöðin eru full af krassandi fréttum í dag enda eru liðin í ensku úrvalsdeildinni nú á fullu við að leita að nýjum leikmönnum. Daily Mirror segir þannig að Liverpool sé við það að gera 10 milljón punda tilboð í vængmanninn Flourent Malouda hjá Frakklandsmeisturum Lyon.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Graham Poll dómari að hætta

    Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll dæmdi sinn síðasta leik á Englandi um helgina þegar hann flautaði leik Derby og West Brom um laust sæti í úrvalsdeildinni. Hann dæmir sinn síðasta alvöru leik á miðvikudaginn þegar Finnar taka á móti Belgum í Helsinki í undankeppni EM. Poll er 43 ára gamall og hefur verið nokkuð umdeildur síðan hann hóf að dæma í efstu deild á Englandi árið 1995.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hargreaves sagður skrifa undir á morgun

    Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves mun skrifa undir samning við Manchester United á morgun ef marka má fregnir staðarblaða í Manchester. Bayern Munchen hefur lengi neitað að selja leikmanninn en því er haldið fram að félögin hafi komist að samkomulagi um 17 milljón punda verðmiða á leikmanninum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gascoigne fluttur á sjúkrahús

    Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne hefur verið lagður inn á sjúkrahús þar sem hann fór í bráðaaðgerð vegna magasárs. Þetta gerðist eftir að kappinn hélt upp á fertugsafmælið sitt í Gateshead. Gascoigne er sagður á batavegi eftir aðgerðina, en hann hefur þjáðst af áfengissýki og þunglindi í nokkur ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Crouch verður áfram hjá Liverpool

    Peter Crouch hefur nú fengið staðfestingu frá knattspyrnustjóra sínum Rafa Benitez um að hann verði ekki seldur frá félaginu í sumar. Framherjinn hafði verið orðaður við Newcastle undanfarna daga og því hafði verið spáð að Crouch yrði einn þeirra sem látnir yrðu fara í fyrirhugaðri tiltekt hjá félaginu í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liverpool kaupir tvo Ungverja

    Liverpool gekk í dag frá kaupum á tveimur ungum leikmönnum frá Ungverjalandi. Þeir heita Krisztian Nemeth og Andras Simon og eru 17 og 18 ára gamlir. Báðir koma frá liði MTK í ungverjalandi og eru sóknarmenn, en þeir stóðu sig vel með U-17 ára landsliði Ungverja á Evrópumótinu í fyrra.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Derby County í úrvalsdeildina

    Derby County tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með því að leggja West Brom 1-0 í umspilsleik liðanna á Wembley. Það var Stephen Pearson sem skoraði 60 milljón punda markið fyrir Derby, sem leikur nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 2002. West Brom var sterkari aðilinn í leiknum í dag og lauk keppni með fleiri stig en Derby í deildinni í vor - en það skilaði liðinu engu þegar upp var staðið í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Robbie Keane framlengir um fimm ár við Tottenham

    Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane hefur undirritað nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan árið 2002 þegar hann gekk í raðir liðsins frá Leeds fyrir 7 milljónir punda. Hann skoraði 22 mörk fyrir félagið á síðustu leiktíð og er aðeins 26 ára gamall.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Berger framlengir við Villa

    Tékkneski landsliðsmaðurinn Patrick Berger hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa um eitt ár. Berger kom lítið við sögu hjá liðinu framan af vetri en átti fínan sprett í vor þar sem Villa tapaði ekki í síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Berger er 33 ára gamall og var áður hjá Liverpool og Portsmouth.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Garðar tók lagið á Wembley

    Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bítast nú um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári. Garðar söng Breska þjóðsönginn í upphafi leiks og uppskar fagnaðarlæti áhorfenda.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    60 milljón punda leikurinn í dag

    Í dag klukkan 14 ræðst hvort það verður Derby eða West Brom sem vinnur sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar liðin mætast í úrslitaleik á Wembley. Leikurinn hefur verið kallaður 60 milljón punda leikurinn vegna þess gríðarlega fjárhagslega ávinnings sem bíður sigurvegarans m.a. vegna sjónvarpstekna við það að fara upp um deild. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 13:45.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Sissoko ósáttur við hlutskipti sitt hjá Liverpool

    Miðjumaðurinn Momo Sissoko hefur hótað að fara frá Liverpool ef hann fær ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Sissoko missti sæti sitt í liðinu undir lok tímabilsins í hendur Argentínumannsins Javier Mascherano og hann er ekki sáttur við þá þróun mála.

    Enski boltinn