Enski boltinn

Oldham semur við fanga

Enska knattspyrnuliðið Oldham hefur samið við leikmanninn Lee Hughes um að leika með liðinu, en það furðulega  við það er að árið 2004 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Hughes fær væntanlega reynslulausn í sumar. Formaður Oldham, Barry Owen, sagði að allir ættu skilið annað tækifæri og bað stuðningsmenn liðsins um að dæma Hughes ekki fyrirfram. „Okkur finnst að allir eigi skilið annað tækifæri og okkur finnst þetta vera frábær kaup, jafnvel þau bestu sem klúbburinn hefur gert í mörg mörg ár." sagði Owen. Þá sagði hann klúbbinn samhryggjast ættingjum fórnarlambs Hughes og að á engan hátt væri þetta óvirðing við minningu þess.

Lee Hughes byrjaði ferilinn hjá Kidderminster Harriers og fór þaðan til West Brom árið 1997. Árið 2001 keypti Coventry hann á fimm milljónir punda en árið eftir fór hann aftur til West Brom fyrir 2,5 milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×