Fuller líklega sektaður um tveggja vikna laun Enskir fjölmiðlar halda því fram að Ricardo Fuller, leikmaður Stoke, verði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun fyrir að slá til Andy Griffin, fyrirliða Stoke í leik liðsins gegn West Ham í gær. Enski boltinn 29. desember 2008 11:52
United í góðum höndum Alex Ferguson, stjóri Manchester United, heldur upp á 67 ára afmæli sitt á nýársdag og telur að félagið sé og verði í góðum höndum þegar að hann muni hætta. Enski boltinn 29. desember 2008 11:27
Al Habsi áfram hjá Bolton Ali Al Habsi hefur framlengt samning sinn við Bolton og verður nú hjá félaginu til loka leiktíðarinnar 2013. Enski boltinn 29. desember 2008 11:18
Jewell hættur hjá Derby Paul Jewell hefur sagt upp starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Derby en hann hefur verið í rúmt ár í starfi. Enski boltinn 29. desember 2008 11:03
Gerrard handtekinn Steven Gerrard var handtekinn í morgun vegna uppákomu á skemmtistað í nótt. Talið er að hann hafi lent í slagsmálum á staðnum. Enski boltinn 29. desember 2008 10:54
Liverpool getur enn bætt við sig Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, segist vonast til að liðið geti bætt sig enn meira. Þetta sagði hann eftir að þeir rauðu tóku Newcastle í kennslustund á útivelli 5-1 í dag. Enski boltinn 28. desember 2008 20:15
City bjargaði stigi á elleftu stundu Manchester City tryggði sér 2-2 jafntefli gegn Blackburn með góðum endaspretti í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 28. desember 2008 18:21
Reading gerði jafntefli Reading er áfram í öðru sæti ensku B-deildarinnar þrátt fyrir að ná aðeins 1-1 jafntefli við Southampton í dag. Enski boltinn 28. desember 2008 17:22
Rekinn af velli fyrir að slá til samherja Undarleg uppákoma átti sér stað í leik West Ham og Stoke í dag þar sem Ricardo Fuller hjá Stoke var rekinn af velli fyrir að slá til liðsfélaga síns Andy Griffin. Enski boltinn 28. desember 2008 17:00
Fulham stal stigum af Chelsea Chelsea varð á í messunni í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Fulham á Craven Cottage. Enski boltinn 28. desember 2008 16:22
Liverpool valtaði yfir Newcastle Liverpool heldur toppsætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir fádæma auðveldan 5-1 útisigur á Newcastle í fyrsta leik dagsins. Enski boltinn 28. desember 2008 13:54
Einn Bentley er ekki nóg Knattspyrnumenn á ofurlaunum þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af heimskreppunni. Enski boltinn 28. desember 2008 12:48
Ashley er hættur við að selja Mike Ashley eigandi Newcastle United hefur gefið það út að hann sé hættur við að selja félagið. Hann lýsti því yfir í september sl. að klúbburinn væri til sölu, en fékk aldrei ásættanlegt tilboð þrátt fyrir nokkurn áhuga fjárfesta. Enski boltinn 28. desember 2008 12:13
Wenger hefur trú á Adams Arsene Wenger stjóri Arsenal segist hafa fulla trú á fyrrum fyrirliða sínum Tony Adams þrátt fyrir að hann hafi ekki byrjað glæsilega með lið Portsmouth. Enski boltinn 27. desember 2008 15:59
Sunderland samdi við Sbragia Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Sunderland hafa gengið frá ráðningu Ricky Sbragia í fullt starf sem knattspyrnustjóri næstu 18 mánuðina. Enski boltinn 27. desember 2008 13:39
Bellamy eftirsóttur í janúar Harry Redknapp stjóri Tottenham segist óttast að Manchester City gæti einnig verið á höttunum eftir framherjanum Craig Bellamy hjá West Ham í janúar. Enski boltinn 27. desember 2008 13:33
Hughes: Meira svona Mark Hughes stjóri Manchester City var að vonum ánægður með sína menn eftir að þeir völtuðu yfir Hull 5-1 í dag. Enski boltinn 26. desember 2008 21:15
Ferguson: Rio verður ekki með gegn Boro Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður í dag þegar hans menn í Manchester United lögðu Stoke 1-0 í úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26. desember 2008 20:18
Reiður Brown hótar breytingum í janúar Phil Brown stjóri Hull hefur hótað því að gera breytingar á leikmannahóp sínum í janúar eftir að þeir hlutu skelfilega útreið gegn Manchester City í dag. Enski boltinn 26. desember 2008 19:56
Markvörður Reading skoraði jöfnunarmarkið Mikið fjör var í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. Adam Federici markvörður Reading var hetja liðsins þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma gegn Cardiff. Enski boltinn 26. desember 2008 19:40
Zat Knight bjargaði stigi fyrir Villa gegn Arsenal Aston Villa og Arsenal gerðu dramatískt 2-2 jafntefli í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 26. desember 2008 19:14
Liverpool aftur á toppinn - City í stuði Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Enski boltinn 26. desember 2008 17:06
Chelsea á toppinn - Tevez bjargaði United Chelsea komst í dag á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með 2-0 sigri á West Brom og Manchester United marði sigur á Stoke. Enski boltinn 26. desember 2008 14:55
Basile segist hafa fengið tilboð frá City Alfio Basile, sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Argentínu í október, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag að Manchester City og fleiri aðilar hefðu boðið sér starf á dögunum. Enski boltinn 26. desember 2008 14:20
Senna líst vel á Man City Spænski landsliðsmaðurinn Marcos Senna hjá Villarreal segist upp með sér yfir því að vera orðaður við Manchester City á Englandi. Enski boltinn 26. desember 2008 13:57
Redknapp staðfestir áhuga sinn á Bellamy Harry Redknapp hefur nú staðfest fréttir bresku blaðanna og viðurkennir að Tottenham sé að reyna að kaupa framherjann Craig Bellamy frá West Ham. Enski boltinn 26. desember 2008 13:49
Fabregas sleppur við uppskurð Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal upplýsti í dag að hann þyrfti ekki að ganga undir uppskurð vegna hnémeiðsla sinna. Enski boltinn 26. desember 2008 13:45
Ashton úr leik í minnst tvo mánuði Gianfranco Zola knattspyrnustjóri West Ham segist óttast að framherjinn Dean Ashton geti ekki spilað með liðinu á ný fyrr en líður að vori. Hann á við þrálát ökklameiðsli að stríða. Enski boltinn 26. desember 2008 12:18
Real Madrid enn á eftir Young Real Madrid hefur ekki gefist upp á tilraunum sínum í að næla í Ashley Young frá Aston Villa. Samkvæmt Daily Mail er Young nú helsta skotmark Juande Ramos, þjálfara Real. Enski boltinn 25. desember 2008 16:19
Scott Brown til Portsmouth? Scott Brown, miðjumaður Glasgow Celtic í Skotlandi, er á óskalista Portsmouth. Eftir söluna á Lassana Diarra til Real Madrid er Portsmouth í leit að miðjumanni. Enski boltinn 25. desember 2008 11:29