Enski boltinn

Liverpool getur enn bætt við sig

NordicPhotos/GettyImages

Sammy Lee, aðstoðarstjóri Liverpool, segist vonast til að liðið geti bætt sig enn meira. Þetta sagði hann eftir að þeir rauðu tóku Newcastle í kennslustund á útivelli 5-1 í dag.

Hann var spurður að því hvort hann teldi að Liverpool væri búið að toppa í spilamennsku nú þegar liðið hefur náð þriggja stiga forskoti á toppnum.

"Ég vona sannarlega ekki. Menn eru að leggja gríðarlega mikið á sig á hverri einustu æfingu og ég vona að við höfum ekki séð það besta frá Liverpool enn sem komið er," sagði Lee.

Hann var spurður að því hvort farið hefði um hann þegar Newcastle minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiksins.

"Þetta eru ekki eldflaugavísindi. Ef maður nýtir ekki færin og heimaliðið minnkar muninn - kemur það áhorfendum inn í leikinn á ný. Ég verð að hrósa strákunum því þeir héldu sig við það sem fyrir þá var lagt og sem betur fer nýttu þeir færin," sagði Lee.

"Menn segja að það sé ekki hægt að vinna titla í desember en það er sannarlega hægt að tapa þeim á þessum tíma. Menn geta því bara reynt að halda stöðugleika og við erum alsælir með að verða á toppnum um áramótin."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×