Enski boltinn

Ferguson: Rio verður ekki með gegn Boro

AFP

Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður í dag þegar hans menn í Manchester United lögðu Stoke 1-0 í úrvalsdeildinni.

"Á þessu stigi á leiktíðinni eru allir sigrar stórir sigrar. Við vorum að koma frá Japan og maður velti því fyrir sér hvernig leikmennirnir myndu standa sig. Þeir stóðu sig mjög vel. Stundum þurfa menn að vera þolinmóðir í leikjum sem þessum og við tókum áhættu með því að setja Ryan Giggs í bakvarðarstöðuna," sagði Ferguson.

Hann var spurður hvort ferðalagið langa til Asíu hefði staðið í hans mönnum.

"Alls ekki. Mér fannst góður krwaftur í strákunum. Mér sýndist þessi leikur stefna í jafntefli en Carlos Tevez skoraði mjög mikilvægt mark fyrir okkur."

Hinn ungi Jonny Evans þurfti að leysa Rio Ferdinand af hólmi skömmu áður en leikurinn hófst eftir að Rio fann til í bakinu í upphitun. Hann mun líklega fá annað tækifæri á sunnudaginn.

"Hann verður ekki með gegn Boro, við verðum að finna út úr því hvað er að honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×