Enski boltinn

United í góðum höndum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / AFP

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, heldur upp á 67 ára afmæli sitt á nýársdag og telur að félagið sé og verði í góðum höndum þegar að hann muni hætta.

Ferguson hefur verið við stjórnvölinn hjá United í 22 ár en hefur enn ekki gefið út hvenær hann muni hætta. Hann ætlaði að hætta árið 2002 en ákvað svo að halda áfram.

„Félagið er í mjög góðu ástandi og það er gott starfsfólk sem starfar hjá því," sagði Ferguson í samtali við enska miðla. „Sumt af starfsfólkinu hefur verið með mér í langan tíma. Sá fyrsti sem ég réði, Lee Kershaw, kom til félagsins árið 1987 er ég réði hann sem yfirnjósnara hjá félaginu. Hann hefur staðið sig frábærlega."

„Svo komu menn eins og Jim Ryan, Brian McClair sem er nú yfirmaður akademíunnar, Dave Bushell, Matt Dempsey, Tony Whelan og Paul McGuinness. Þessir menn hafa allir verið hjá félaginu í meira en fimmtán ár og á ég ekki von á öðru en að þeir verði áfram eftir að ég hætti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×