Enski boltinn

Basile segist hafa fengið tilboð frá City

Alfio Basile, sem lét af störfum sem landsliðsþjálfari Argentínu í október, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag að Manchester City og fleiri aðilar hefðu boðið sér starf á dögunum.

Basile sagði fleiri félög á Englandi hafa sett sig í samband og þykir þetta renna stoðun undir þann grun að Mark Hughes sé orðinn ansi valtur í sessi hjá City eftir slæmt gengi liðsins undanfarið.

"Ég er búinn að fá tilboð frá Manchester City, frá fleiri enskum félögum og svo frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ég er að skoða þessi tilboð og dauðlangar að fara aftur að þjálfa - ég veit ekki af hverju sumir halda því fram að ég hafi sagt mitt síðasta," sagði Basile.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×