Enski boltinn

Al Habsi áfram hjá Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ali Al Habsi, leikmaður Bolton.
Ali Al Habsi, leikmaður Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Ali Al Habsi hefur framlengt samning sinn við Bolton og verður nú hjá félaginu til loka leiktíðarinnar 2013.

Samningur Al Habsi átti að renna út í sumar en Gary Megson, stjóri Bolton, hafði áður sagt að hann vilji halda honum, sérstaklega eftir annar markvörður, Ian Walker, fór frá félaginu fyrr í þessum mánuði.

Talið er að þó nokkur félög hafi verið að fylgjast með gangi mála hjá Al Habsi og eru þetta því góðar fréttir fyrir Bolton. Al Habsi hefur þó ekkert spilað með Bolton á tímabilinu en Jussi Jaaskelainen er aðalmarkvörður liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×