Liverpool aftur á toppinn - City í stuði 26. desember 2008 17:06 Robbie Keane og Steven Gerrard fagna öðru marka Írans NordicPhotos/GettyImages Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira