Liverpool aftur á toppinn - City í stuði 26. desember 2008 17:06 Robbie Keane og Steven Gerrard fagna öðru marka Írans NordicPhotos/GettyImages Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira
Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira