Liverpool aftur á toppinn - City í stuði 26. desember 2008 17:06 Robbie Keane og Steven Gerrard fagna öðru marka Írans NordicPhotos/GettyImages Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Liverpool smellti sér aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag með auðveldum 3-0 sigri á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Liverpool hafði gert þrjú jafntefli í röð á Anfield en ekkert slíkt var uppi á teningnum í dag þó knattspyrnustjórinn Rafa Benitez væri í stúkunni þar sem hann er enn að jafna sig eftir aðgerð. Liverpool náði forystu með marki Albert Riera sem skoraði eftir hornspyrnu. Robbie Keane bætti við öðru marki eftir sendingu Steven Gerrard og Írinn knái bætti svo við þriðja markinu eftir góða skyndisókn. Liverpool hefur þannig tekið eins stigs forystu á toppnum á ný. Bolton hafði unnið þrjá af síðustu fjórum útileikjum sínum en áttu aldrei möguleika í dag. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton. Staðan í úrvalsdeildinni Brown las sínum mönnum pistilinn í hálfleikPhil Brown messaði yfir sínum mönnumAFPLið Manchester City hefur alls ekki náð sér á strik undanfarið en í dag hristi liðið af sér slenið og tók Hull í kennslustund í Manchester 5-1.City hafði 4-0 forystu í hálfleik og Phil Brown stjóri Hull lét sína menn sitja eftir á grasinu fyrir framan stuðningsmenn sína þegar flautað var til hálfleiks - og las þeim pistilinn.Það dugði þó skammt og liðin gerðu sitt hvort markið í síðari hálfleiknum, en sigurinn nægir eflaust til að skera Mark Hughes stjóra City niður úr snörunni tímabundið.Felipe Caicedo og Robinho skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og Stephen Ireland skoraði fimmta markið - en hann lagði upp þrjú fyrstu mörk liðsins og var maður leiksins.Everton heldur áfram að klífa töfluna og komst í sjötta sæti deildarinnar í dag með 1-0 sigri á Middlesbrough. Það var enn og aftur Gary Cahill sem tryggði liðinu sigurinn. Þetta var ellefti útisigur Everton á leiktíðinni og aðeins Chelsea hefur unnið fleiri á þeim vettvangi í vetur.Wigan vann góðan 2-1 sigur á Newcastle þar sem Ryan Taylor hélt áfram ótrúlegri markaskorun sinni gegn þeim svarthvítu. Taylor skoraði mark beint úr aukaspyrnu gegn Newcastle og var þetta fjórði leikurinn í röð sem miðjumaðurinn skorar gegn liðinu.Amr Zaki skoraði úr vítaspyrnu fyrir Wigan en Danny Guthrie náði að minnka muninn úr víti fyrir Newcastle sem var aðeins með tíu menn eftir brottvísun Sebastien Bassong.Loks gerðu Sunderland og Blackburn markalaust jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Jason Roberts fór afar illa að ráði sínu í blálokin þegar hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Blackburn. Gestirnir áttu líka stangarskot í leiknum.Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 15:00Liverpool 3 - 0 Bolton Wanderers 1-0 A. Riera ('26) 2-0 R. Keane ('53) 3-0 R. Keane ('58) Manchester City 5 - 1 Hull City 1-0 F. Caicedo ('15) 2-0 F. Caicedo ('27) 3-0 Robinho ('28) 4-0 Robinho ('36) 4-1 C. Fagan ('80) 5-1 S. Ireland ('82) Middlesbrough 0 - 1 Everton 0-1 T. Cahill ('50) Wigan Athletic 2 - 1 Newcastle United 1-0 R. Taylor ('29) 2-0 Amr Zaki ('70, víti) 2-1 D. Guthrie ('88, víti)Sunderland 0 - 0 Blackburn Rovers
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira