

Evrópumótið í fótbolta fór fram víða um álfuna dagana 11. júní til 11. júlí 2021. Ítalir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.
Cristiano Ronaldo bætti markametið á EM í draumabyrjun Portúgala og heimsmeistarar Frakka skoruðu ekki sjálfir en unnu samt. Mörg flott mörk hafa verið skoruð á EM til þessa.
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba segir að Þjóðverjinn Antonio Rudiger hafi bitið í öxlina á honum í leik Frakklands og Þýskalands á EM í gær.
Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar.
Markaðsvirði Coca Cola lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadali í gær, daginn eftir að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á fréttamannafundi portúgalska landsliðsins í tengslum við EM í fótbolta sem nú stendur yfir.
Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa.
Hægri bakvörðurinn Benjamin Pavard missti meðvitund í 10 til 15 sekúndur í 1-0 sigri Frakklands á Þýskalandi er liðin mættust í lokaleik fyrstu umferðar Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.
Frakkland vann 1-0 sigur á Þýskalandi í síðasta leik fyrstu umferðar Evrópumótsins í knattspyrnu. Mats Hummels var skúrkur kvöldsins en sjálfsmark hans dugði Frökkum til sigurs.
Undir lok fyrri hálfleiks á leik Frakklands og Þýskalands átti sér stað undarlegt atvik.
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Portúgals gegn Ungverjalandi og er nú markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM frá upphafi. Fyrir leikinn hafði Ronaldo skorað níu mörk á lokakeppni líkt og hinn franski Michel Platini.
Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal byrja Evrópumótið með 3-0 sigri á Ungverjalandi. Liðin eru í dauðariðlinum, F-riðli, ásamt heimsmeisturum Frakka og Þjóðverjum.
Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, sendi forráðamönnum Evrópumótsins væna pillu eftir að danska liðið þurfti að spila tveimur tímum eftir að leik liðsins var frestað í kjölfar þess að Christian Eriksen fór í hjartastopp í miðjum leik.
Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld.
Dýrasti leikmaður sem Bayern München hefur nokkru sinni fest kaup á er varnarmaðurinn Lucas Hernandez. Antoine Griezmann fékk hann til að spila með franska landsliðinu og saman urðu þeir heimsmeistarar árið 2018.
Cristiano Ronaldo var ekki hrifinn af því að sjá tvær kókflöskur á borðinu fyrir framan sig þegar hann settist niður til að svara spurningum á blaðamannafundi Portúgals á EM í gær.
Tékkar og Slóvakar hafa unnið Evrópumeistaratitil saman undir merkjum Tékkóslóvakíu en í gær fögnuðu báðar þjóðirnar sigri á Evrópumótinu í knattspyrnu.
Dean Henderson, markvörður Manchester United, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum. Henderson glímir við meiðsli í mjöðm og getur ekki æft.
Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum.
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er enn á sjúkrahúsi að jafna sig eftir að hafa verið lífgaður við á fótboltavellinum á laugardaginn var. Hann vildi þakka öllum fyrir stuðninginn og sendi frá sér mynd og kveðju á samfélagsmiðlum.
Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vill að allir leikmenn, atvinnu- og áhugamenn, fari á skyndihjálparnámskeið eftir atvikið hræðilega á Parken.
Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn.
Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Arnar Sveinn Geirsson voru ekki sammála rauða spjaldinu sem hinn pólski Grzegorz Krychowiak fékk í leik Póllands og Slóvakíu.
Slóvakar byrja Evrópumótið frábærlega er þeir unnu 2-1 sigur á Póllandi í fyrsta leiknum í E-riðlinum.
Slóvenía vann 2-1 sigur á Póllandi er liðin mættust í E-riðlinum í St. Pétursborg í dag en í E-riðlinum eru einnig Spánn og Svíþjóð.
Patrik Schick var maður leiksins þegar Tékkland sigraði Skotland, 2-0, í D-riðli Evrópumótsins í dag. Schick skoraði bæði mörk Tékka, það fyrra með skalla og það síðara með stórkostlegu skoti rétt fyrir innan miðju.
Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri gegn Skotum, í Glasgow, í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Seinna markið var algjörlega stórkostlegt.
Tékkneski framherjinn Patrik Schick skoraði mark Evrópumótsins til þessa í leiknum gegn Skotum á Hampden Park.
Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina.
Danska knattspyrnugoðsögnin Peter Schmeichel gagnrýndi harðlega ákvörðunartöku UEFA eftir að Christian Eriksen hné niður í leik Dana og Finna. Schmeichel var mjög ósáttur við að danska liðið hafi þurft að klára leikinn seinna um kvöldið.
Denzel Dumfries var hetja hollenska landsliðsins í gær en hann kórónaði flottan leik sinn með því að skora sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok.