Peningarnir á EM Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. júní 2021 08:00 Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun