Fleiri fréttir Fjárfestar sáu rautt í dag Helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála féllu um tvö prósent og meira í dag. Óbreytt stýrivaxtastig á evrusvæðinu og í Bretlandi auk vísbendinga um versnandi horfur í efnahagsmálum í Evrópu ollu falli á helstu hlutabréfum í álfunni. Í Bandaríkjunum ollu neikvæðar fréttir úr smásöluverslun og vísbendingar um breytt neyslumynstur því að fjárfestar urðu svartsýnir. Þá bætti ekki úr skák að atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í nóvember árið 2003. 4.9.2008 23:39 Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi og ESB Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25%. Verðbólguspá bankans fyrir árið var hækkuð úr 3,4% í 3,5. Þá ákvað breski seðlabankinn, Bank of England, 4.9.2008 18:07 Wall Street opnar í mínus fjórða daginn í röð Hlutabréfamarkaðarnir á Wall Street opnuðu í mínus í dag, fjórða daginn í röð. Og sérfræðingar telja að ástandið muni versna ennfrekar á næstunni. 4.9.2008 14:58 Bílasala í Bretlandi ekki minni síðan árið 1966 Bílasala í Bretlandi hefur ekki verið minni síðan árið 1966. Greinilegt er að Bretar hafa hætt við bílakaup í miklum mæli í síðasta mánuði. Það eru einkum bílar í dýrari kantinum sem seljast lítið eða ekki, bílar á borð við Aston Martin, Porsche og Cadillac. 4.9.2008 14:34 Hluthafar í Roskilde Bank í biðröð eftir að lögsækja bankann Óánægðir og reiðir hluthafar í Roskilde Bank standa nú í biðröðum eftir því að geta lögsótt bankastjóra og fyrri stjórn bankans. Þegar hafa um 4.600 þeirra skráð sig hjá Danska hluthafasambandinu þar sem ætlunin er að setja saman lögsóknina gegn bankanum. 4.9.2008 13:40 Stýrivextir á evru-svæðinu verða óbreyttir Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 4.25%. Er þetta í takt við væntingar markaðarins. 4.9.2008 11:52 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem vaxtastigið stendur óbreytt og í samræmi við spár. 4.9.2008 11:04 Ný fartölva frá Dell á rúmar 30.000 kr. Tölvurisinn Dell ætlar að blanda sér í baráttuna um litlar og ódýrar fartölvur. Dell setur fartölvuna Inspiron 910 á markað á næstunni og mun hún kosta rúmlega 30.000 kr. út úr búð í Bandaríkjunum. 4.9.2008 10:41 Húsnæðisverð fellur í Bretlandi Húsnæðisverð í Bretlandi hefur lækkaði um 12,7 prósent á milli ára í ágúst, samkvæmt tölum breska fasteignalánasjóðsins Halifax Þetta er talsvert meira en fasteignalánveitandinn Nationwide sagði fyrir nokkru en hann reiknaði svo til að verðið hafi fallið um 10,7 prósent á milli ára. 4.9.2008 09:28 Nýr forstjóri Keops segir að kassinn sé ekki tómur Christian Meldgaard nýr forstjóri Keops Development í Danmörku segir að kassinn hjá þeim sé ekki tómur. Orð þessi lætur hann falla í viðtali við Börsen eftir að ljóst er orðið að Keops þarf að fresta opnun risastórrar verslunarmiðstöðvar í Hróarskeldu um óákveðinn tíma. 4.9.2008 09:20 Svíar hækka stýrivexti Sænski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og verða þeir eftirleiðis 4,75 prósent. Bankastjórnin sagði í morgun að breytingar verði ekki gerðar á vöxtunum út árið vegna aðstæðna í efnahagslífinu. 4.9.2008 09:14 Aka minna vegna hækkandi eldsneytisverðs Bandaríkjamenn finna fyrir eldsneytishækkunum eins og aðrar þjóðir enda drógu þeir úr akstri sínum sem nemur 85 milljörðum kílómetra síðastliðna tíu mánuði, saman borið við tíu mánaða tímabil þar á undan. 4.9.2008 08:46 Dollar sjaldan sterkari „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. 4.9.2008 00:01 Tveir bítast um Lehman Brothers Reikna má með baráttu um bandaríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers. Orðrómur hefur verið á lofti um að hann kunni að feta í fótspor fjárfestingarbankans Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn björguðu í sameiningu frá gjaldþroti í vor. Bréf bankans hafa fallið um 75 prósent frá áramótum. 4.9.2008 00:01 Tekjur bílaframleiðenda snarminnka Tekjur bandarísku bílaframleiðendanna Ford, GM og Chrysler voru tölvert lægri í ágúst þetta árið en í sama mánuði í fyrra. Tekjur Ford voru 26% lægri en þær voru árið 2007 og fyrirtækið gerir ráð fyrir að ástandið versni það sem eftir er árs. 3.9.2008 21:56 Búist við óbreyttum vöxtum á meginlandinu Stýrivaxtadagur er á evrusvæðinu og í Bretlandi á morgun. Sérfræðingar reikna flestir með óbreyttu vaxtastigi þrátt fyrir svartsýnar efnahagshorfur á næstunni. 3.9.2008 17:27 Lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað nokkuð á helstu hlutabréfamörkuðum í dag. Minnkandi hagvöxtur á evrusvæðinu og svartsýnar horfur eiga hlut að máli, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. 3.9.2008 11:24 Fatabúð býður 10 dkr. í hlutinn hjá Roskilde Bank Fatabúðin Poise of Denmark hefur boðið öllum sem eiga hluti í Roskilde Bank að kaupa þá á 10 dkr. eða 160 kr., hlutinn. Í dag eru þessir hlutir í raun taldir verðlausir eftir að seðlabanki landsins neyddist til að grípa inn í til að bjarga Roskilde Bank frá gjaldþroti fyrr í sumar. 3.9.2008 10:52 OPEC mun draga úr framleiðslu ef olíuverð fellur í 100 dollara Allar líkur eru á að skarpar lækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu heyri brátt sögunni til. Aðalsérfræðingur Credit Suisse í hrávöruviðskiptum segir að OPEC, samtök olíufrmaleiðsluríkja, muni draga úr framleiðslu sinni ef verðið fellur niður fyrir 100 dollara á tunnuna. 3.9.2008 10:14 Mikill vöxtur í farsímahluta Opera Software Hagnaður norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software námu 17,7 milljónum norskra króna, jafnvirði um 270 milljóna íslenskra, á öðrum ársfjórðungi samanborið við 2,2 milljónir á sama tíma í fyrra. 3.9.2008 09:38 Atvinnuleysi í Bretlandi ekki meira í sjö ár Atvinnuleysi hefur aukist mikið í Bretlandi í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Ástandið hefur ekki verið verra í rétt tæp sjö ár, samkvæmt upplýsingum KPMG og fleiri fyrirtækja sem tengjast breskum atvinnumarkaði. 3.9.2008 09:09 Allianz tapar á bankasölu Samningar náðust um helgina um kaup hins þýska Commerzbank á Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. 3.9.2008 00:01 Samdrætti spáð í Bretlandi Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 2.9.2008 14:52 Kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen fá ekkert úr búinu Nyhedsavisen hefur verið tekið til gjaldþrotameðferðar en samkvæmt frétt í Berlinske Tidende munu kröfuhafar í þrotabúið ekki fá neitt upp í kröfur sínar. Þær eru taldar nema 40-45 milljónum dkr. eða rúmlega 600 milljónir kr. 2.9.2008 11:12 Tjón af völdum Gustav gæti numið 800 milljörðum kr. Þrátt fyrir að tjónið af völdum fellibylsins Gustav hafi orðið mun minna en menn áttu von á er hann samt fjórði kostnaðarsamasti fellibylur sögunnar. Talið er að tjón af hans völdum gæti numið um 800 milljörðum kr. 2.9.2008 10:02 Danir spá því að olíuverðið fari undir 90 dollara Danskir sérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á olíu fari undir 90 dollara á tunnuna á næstunni. Helge Pedersen aðalhagfræðingur Nordea segir að verðið fari undir 90 dollara en David Karsböl greinandi hjá Saxo Bank er nákvæmri og segir að verðið fari í 87 dollara. 2.9.2008 09:41 Olíuverð ekki lægra síðan í apríl Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði verulega í dag en fellibylurinn Gústav fór yfir Mexíkóflóa í gær. Verðið er undir 106 dölum á tunnu og hefur ekki verið lægra í heila fimm mánuði. 2.9.2008 09:05 Telja mögulegt að semja um endurfjármögnun XL Búist er við því að hægt verði að ljúka við endurfjármögnun á XL Leisure Group í þessari viku, samkvæmt heimildum breska blaðsins Telegraph. Þrálátur orðrómur hafði verið um að samningar um endurfjármögnun félagsins myndu tefjast. 1.9.2008 21:30 Commerzbank kaupir Dresdner Bank Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. 1.9.2008 13:33 Pólskir blaðberar gerðu aðsúg að Morten Lund Kalla þurfti lögregluna til þegar Morten Lund eigandi Nyhedsavisen ætlaði að fund með starfsmönnum útgáfunnar í Kaupmannahöfn í morgun. Pólskir blaðberar sem misst hafa vinnu sína gerðu aðsúg að Lund sem slapp við illan leik inn á skrifstofur blaðsins. 1.9.2008 10:18 Viðskiptavikan byrjar á lækkun Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Erlendir fjölmiðlar eru almennt sammála um að snörp lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði á föstudag og svartsýnar spár fjárfesta til skamms tíma hafi litað markaðinn. 1.9.2008 09:37 Telur að útgáfu 24timer verði einnig hætt í Danmörku Jörgen Poulsen prófessor í fjölmiðlafræði við háskólann í Hróarskeldu telur að útgáfu fríblaðsins 24timer verði brátt hætt í Danmörku. 1.9.2008 07:44 Útgáfu Nyhedsavisen hætt Útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út í dag. 1.9.2008 06:44 Sjá næstu 50 fréttir
Fjárfestar sáu rautt í dag Helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála féllu um tvö prósent og meira í dag. Óbreytt stýrivaxtastig á evrusvæðinu og í Bretlandi auk vísbendinga um versnandi horfur í efnahagsmálum í Evrópu ollu falli á helstu hlutabréfum í álfunni. Í Bandaríkjunum ollu neikvæðar fréttir úr smásöluverslun og vísbendingar um breytt neyslumynstur því að fjárfestar urðu svartsýnir. Þá bætti ekki úr skák að atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í nóvember árið 2003. 4.9.2008 23:39
Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi og ESB Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25%. Verðbólguspá bankans fyrir árið var hækkuð úr 3,4% í 3,5. Þá ákvað breski seðlabankinn, Bank of England, 4.9.2008 18:07
Wall Street opnar í mínus fjórða daginn í röð Hlutabréfamarkaðarnir á Wall Street opnuðu í mínus í dag, fjórða daginn í röð. Og sérfræðingar telja að ástandið muni versna ennfrekar á næstunni. 4.9.2008 14:58
Bílasala í Bretlandi ekki minni síðan árið 1966 Bílasala í Bretlandi hefur ekki verið minni síðan árið 1966. Greinilegt er að Bretar hafa hætt við bílakaup í miklum mæli í síðasta mánuði. Það eru einkum bílar í dýrari kantinum sem seljast lítið eða ekki, bílar á borð við Aston Martin, Porsche og Cadillac. 4.9.2008 14:34
Hluthafar í Roskilde Bank í biðröð eftir að lögsækja bankann Óánægðir og reiðir hluthafar í Roskilde Bank standa nú í biðröðum eftir því að geta lögsótt bankastjóra og fyrri stjórn bankans. Þegar hafa um 4.600 þeirra skráð sig hjá Danska hluthafasambandinu þar sem ætlunin er að setja saman lögsóknina gegn bankanum. 4.9.2008 13:40
Stýrivextir á evru-svæðinu verða óbreyttir Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 4.25%. Er þetta í takt við væntingar markaðarins. 4.9.2008 11:52
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem vaxtastigið stendur óbreytt og í samræmi við spár. 4.9.2008 11:04
Ný fartölva frá Dell á rúmar 30.000 kr. Tölvurisinn Dell ætlar að blanda sér í baráttuna um litlar og ódýrar fartölvur. Dell setur fartölvuna Inspiron 910 á markað á næstunni og mun hún kosta rúmlega 30.000 kr. út úr búð í Bandaríkjunum. 4.9.2008 10:41
Húsnæðisverð fellur í Bretlandi Húsnæðisverð í Bretlandi hefur lækkaði um 12,7 prósent á milli ára í ágúst, samkvæmt tölum breska fasteignalánasjóðsins Halifax Þetta er talsvert meira en fasteignalánveitandinn Nationwide sagði fyrir nokkru en hann reiknaði svo til að verðið hafi fallið um 10,7 prósent á milli ára. 4.9.2008 09:28
Nýr forstjóri Keops segir að kassinn sé ekki tómur Christian Meldgaard nýr forstjóri Keops Development í Danmörku segir að kassinn hjá þeim sé ekki tómur. Orð þessi lætur hann falla í viðtali við Börsen eftir að ljóst er orðið að Keops þarf að fresta opnun risastórrar verslunarmiðstöðvar í Hróarskeldu um óákveðinn tíma. 4.9.2008 09:20
Svíar hækka stýrivexti Sænski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og verða þeir eftirleiðis 4,75 prósent. Bankastjórnin sagði í morgun að breytingar verði ekki gerðar á vöxtunum út árið vegna aðstæðna í efnahagslífinu. 4.9.2008 09:14
Aka minna vegna hækkandi eldsneytisverðs Bandaríkjamenn finna fyrir eldsneytishækkunum eins og aðrar þjóðir enda drógu þeir úr akstri sínum sem nemur 85 milljörðum kílómetra síðastliðna tíu mánuði, saman borið við tíu mánaða tímabil þar á undan. 4.9.2008 08:46
Dollar sjaldan sterkari „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. 4.9.2008 00:01
Tveir bítast um Lehman Brothers Reikna má með baráttu um bandaríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers. Orðrómur hefur verið á lofti um að hann kunni að feta í fótspor fjárfestingarbankans Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn björguðu í sameiningu frá gjaldþroti í vor. Bréf bankans hafa fallið um 75 prósent frá áramótum. 4.9.2008 00:01
Tekjur bílaframleiðenda snarminnka Tekjur bandarísku bílaframleiðendanna Ford, GM og Chrysler voru tölvert lægri í ágúst þetta árið en í sama mánuði í fyrra. Tekjur Ford voru 26% lægri en þær voru árið 2007 og fyrirtækið gerir ráð fyrir að ástandið versni það sem eftir er árs. 3.9.2008 21:56
Búist við óbreyttum vöxtum á meginlandinu Stýrivaxtadagur er á evrusvæðinu og í Bretlandi á morgun. Sérfræðingar reikna flestir með óbreyttu vaxtastigi þrátt fyrir svartsýnar efnahagshorfur á næstunni. 3.9.2008 17:27
Lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað nokkuð á helstu hlutabréfamörkuðum í dag. Minnkandi hagvöxtur á evrusvæðinu og svartsýnar horfur eiga hlut að máli, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. 3.9.2008 11:24
Fatabúð býður 10 dkr. í hlutinn hjá Roskilde Bank Fatabúðin Poise of Denmark hefur boðið öllum sem eiga hluti í Roskilde Bank að kaupa þá á 10 dkr. eða 160 kr., hlutinn. Í dag eru þessir hlutir í raun taldir verðlausir eftir að seðlabanki landsins neyddist til að grípa inn í til að bjarga Roskilde Bank frá gjaldþroti fyrr í sumar. 3.9.2008 10:52
OPEC mun draga úr framleiðslu ef olíuverð fellur í 100 dollara Allar líkur eru á að skarpar lækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu heyri brátt sögunni til. Aðalsérfræðingur Credit Suisse í hrávöruviðskiptum segir að OPEC, samtök olíufrmaleiðsluríkja, muni draga úr framleiðslu sinni ef verðið fellur niður fyrir 100 dollara á tunnuna. 3.9.2008 10:14
Mikill vöxtur í farsímahluta Opera Software Hagnaður norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software námu 17,7 milljónum norskra króna, jafnvirði um 270 milljóna íslenskra, á öðrum ársfjórðungi samanborið við 2,2 milljónir á sama tíma í fyrra. 3.9.2008 09:38
Atvinnuleysi í Bretlandi ekki meira í sjö ár Atvinnuleysi hefur aukist mikið í Bretlandi í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Ástandið hefur ekki verið verra í rétt tæp sjö ár, samkvæmt upplýsingum KPMG og fleiri fyrirtækja sem tengjast breskum atvinnumarkaði. 3.9.2008 09:09
Allianz tapar á bankasölu Samningar náðust um helgina um kaup hins þýska Commerzbank á Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. 3.9.2008 00:01
Samdrætti spáð í Bretlandi Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 2.9.2008 14:52
Kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen fá ekkert úr búinu Nyhedsavisen hefur verið tekið til gjaldþrotameðferðar en samkvæmt frétt í Berlinske Tidende munu kröfuhafar í þrotabúið ekki fá neitt upp í kröfur sínar. Þær eru taldar nema 40-45 milljónum dkr. eða rúmlega 600 milljónir kr. 2.9.2008 11:12
Tjón af völdum Gustav gæti numið 800 milljörðum kr. Þrátt fyrir að tjónið af völdum fellibylsins Gustav hafi orðið mun minna en menn áttu von á er hann samt fjórði kostnaðarsamasti fellibylur sögunnar. Talið er að tjón af hans völdum gæti numið um 800 milljörðum kr. 2.9.2008 10:02
Danir spá því að olíuverðið fari undir 90 dollara Danskir sérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á olíu fari undir 90 dollara á tunnuna á næstunni. Helge Pedersen aðalhagfræðingur Nordea segir að verðið fari undir 90 dollara en David Karsböl greinandi hjá Saxo Bank er nákvæmri og segir að verðið fari í 87 dollara. 2.9.2008 09:41
Olíuverð ekki lægra síðan í apríl Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði verulega í dag en fellibylurinn Gústav fór yfir Mexíkóflóa í gær. Verðið er undir 106 dölum á tunnu og hefur ekki verið lægra í heila fimm mánuði. 2.9.2008 09:05
Telja mögulegt að semja um endurfjármögnun XL Búist er við því að hægt verði að ljúka við endurfjármögnun á XL Leisure Group í þessari viku, samkvæmt heimildum breska blaðsins Telegraph. Þrálátur orðrómur hafði verið um að samningar um endurfjármögnun félagsins myndu tefjast. 1.9.2008 21:30
Commerzbank kaupir Dresdner Bank Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. 1.9.2008 13:33
Pólskir blaðberar gerðu aðsúg að Morten Lund Kalla þurfti lögregluna til þegar Morten Lund eigandi Nyhedsavisen ætlaði að fund með starfsmönnum útgáfunnar í Kaupmannahöfn í morgun. Pólskir blaðberar sem misst hafa vinnu sína gerðu aðsúg að Lund sem slapp við illan leik inn á skrifstofur blaðsins. 1.9.2008 10:18
Viðskiptavikan byrjar á lækkun Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Erlendir fjölmiðlar eru almennt sammála um að snörp lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði á föstudag og svartsýnar spár fjárfesta til skamms tíma hafi litað markaðinn. 1.9.2008 09:37
Telur að útgáfu 24timer verði einnig hætt í Danmörku Jörgen Poulsen prófessor í fjölmiðlafræði við háskólann í Hróarskeldu telur að útgáfu fríblaðsins 24timer verði brátt hætt í Danmörku. 1.9.2008 07:44
Útgáfu Nyhedsavisen hætt Útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út í dag. 1.9.2008 06:44