Viðskipti erlent

Danir spá því að olíuverðið fari undir 90 dollara

Danskir sérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á olíu fari undir 90 dollara á tunnuna á næstunni. Helge Pedersen aðalhagfræðingur Nordea segir að verðið fari undir 90 dollara en David Karsböl greinandi hjá Saxo Bank er nákvæmri og segir að verðið fari í 87 dollara.

Börsen ræðir við báða þessa menn í dag. David Karsböl segir að hans spá sé um verðþróunina á olíumarkaðinum til skamms tíma eða næstu tveggja mánaða. Ef litið er til næstu tveggja til þriggja ára reiknar hann með að verðið fari í 175-200 dollara tunnuna.

Pedersen er sammála þessu mati Karsböl og segir að til lengri tíma litið muni síminnkandi framleiðsla á olíu í Norðursjónum og Rússlandi ýta undir verðhækkanir á olíu til lengri tíma litið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×